Borgarbyggð

Fréttamynd

Enginn drauma­prins sjáan­legur í firðinum

Friðrik Ómar Hjörleifsson var nánast búinn að keyra sig í kaf með mikilli vinnu fyrr í sumar en hann segir haustið hafa sömuleiðis verið hressandi. Framundan taki nú við útgáfa nýrrar plötu, jólatónleikar og flutningar. 

Lífið
Fréttamynd

Slökkvilið Borgarbyggðar er 100 ára í dag

Það stendur mikið til í Borgarnesi eftir hádegi í dag en þá fagnar Slökkvilið Borgarbyggðar hundrað ára afmæli sínu með hátíðardagskrá í Hjálmakletti þar sem allir eru velkomnir. Í dag eru 56 slökkviliðsmenn í liðinu, þar af sjö konur.

Innlent
Fréttamynd

Fitubjúgur fær litla athygli hér á land

Fitubjúgur er sjúkdómur, sem fær litla athygli hér á landi á sama tíma og tíðni hans er um 11 prósent í löndunum í kringum okkur en hann leggst aðallega á konur. Geitabóndi í Borgarfirði hefur þurft að fara í tvær aðgerðir á sjúkrahúsi í Svíþjóð til að láta „tappa“ af sér 23 kílóum af fitu og er á leiðinni í þriðju ferðina.

Innlent
Fréttamynd

Al­var­legt bíl­slys í Borgar­firði

Hring­vegurinn er lokaður í Norður­ár­dal vegna al­var­legs um­ferðar­slyss. Tveir bílar skullu saman á Vestur­lands­vegi til móts við Hvamms­kirkju, skammt frá Bif­röst. Fjórir voru í bílunum.

Innlent
Fréttamynd

Beint frá býli bændur bjóða landsmönnum heim

Bændur á sex stöðum á landinu ætla að bjóða landsmönnum í heimsókn til sín á morgun en þá er “Beint frá býli dagurinn” í tilefni af fimmtán ára afmæli samtakanna. Afmæliskaka, kaffi og djús verður í boði á öllum stöðunum, auk þess sem bændur og búalið munu kynna og selja vörur sínar.

Innlent
Fréttamynd

Reykholtshátíð í Reykholti um helgina

Það verður mikið um að vera í Reykholti í Borgarfirði um helgina því þar fer fram Reykholtshátíð í tuttugasta og sjöunda skipti. Fjölmargir listamenn munu koma fram á hátíðinni, auk þess sem vígsluafmæli Reykholtskirkju verður minnst á morgun.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er 300 prósent hækkun“

Þriggja manna fjöl­skylda sem ætlaði sér að fara í sund­laugina í Húsa­felli í dag hætti við vegna verð­lags. Fjöl­skyldan segist hafa verið reglu­legir gestir í lauginni undan­farin ár en segir nú­verandi verð ofan í laugina allt of hátt. Rekstraraðili segir laugina einkarekna, hún fái enga niðurgreiðslu frá sveitarfélaginu eða öðrum og þá sé komið til móts við gesti með sundkortum auk þess sem gestum hótels og tjaldsvæða sé boðinn afsláttur í margskonar formi.

Neytendur
Fréttamynd

Hinir far­þegarnir ekki taldir í lífs­hættu

Ferðamennirnir sem lentu í alvarlegu bílslysi á Vesturlandi í gær eru frá Bandaríkjunum og Slóveníu. Einn lést í slysinu en samkvæmt yfirlögregluþjóni á svæðinu eru hinir ferðamennirnir ekki taldir vera í lífshættu.

Innlent
Fréttamynd

Bílstjórinn rekinn og má reikna með kæru fyrir aksturinn

Bílstjóra Samskipa sem staðinn var að stórhættulegum framúrakstri á hringveginum í gær hefur verið sagt upp störfum. Hann verður yfirheyrður hjá Lögreglunni á Vesturlandi. Saksóknari mun svo ákveða fyrir hversu alvarlegt brot hann verður ákærður.

Innlent
Fréttamynd

Líta málið alvarlegum augum og boða tilkynningu

Nokkur hætta var á ferðum þegar flutningabílstjóri Samskipa með tengivagn reyndi að taka fram úr bílum á milli Borgarness og Munaðarness síðdegis í gær. Forstöðumaður innanlandsflutninga Samskipa segir atvikið engan veginn í samræmi við öryggiskröfur fyrirtækisins og að rætt verði við bílstjórann í dag til að ljúka málinu.

Innlent
Fréttamynd

Bílstjóri vörubíls hafi lagt fjölda fólks í hættu

Nokkur hætta var á ferðum þegar vörubílstjóri Samskipa reyndi að taka fram úr bílum á milli Borgarness og Munaðarness um klukkan fjögur í dag. Engum varð meint af en sjónarvottur gagnrýnir bílstjórann harðlega fyrir að taka slíka áhættu á þröngum vegi. Samskip segja málið litið mjög alvarlegum augum.

Innlent
Fréttamynd

Ljósleiðarinn fékk ekki ríkisaðstoð

Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, lokaði í dag rannsókn á meintri ríkisaðstoð Orkuveitu Reykjavíkur til dótturfélags síns, Gagnaveitu Reykjavíkur, sem nú heitir Ljósleiðarinn. Því var haldið fram að fjármögnun og lánveitingar OR til dótturfélags síns hafi leitt til ósanngjarns forskots og væri brot á EES-reglum um ríkisaðstoð. ESA heldur nú ekki.

Innlent
Fréttamynd

Myglan hafi engin á­hrif á skóla­haldið

Mygla hefur greinst í húsnæði Háskólans á Bifröst. Byggingar skólans eru nú lokaðar vegna þessa. Rektor háskólans segir þó að myglan muni ekki hafa nein áhrif á skólahaldið þar sem námið er kennt í fjarkennslu. 

Innlent
Fréttamynd

Laxinn mættur í Langá

Langá á Mýrum hefur lengi verið talin mesta síðsumars laxveiðiáin á vesturlandi en síðustu ár hefur þetta verið að breytast.

Veiði