Indland

Fréttamynd

Faraldurinn nær nýjum hæðum á Indlandi og 184 þúsund greinast smituð

Fjöldi þeirra sem smitast hafa af nýju kórónuveirunni á Indlandi nær nýjum hæðum daglega og er verið að grípa til strangra sóttvarnaaðgerða víða um landið. Samhliða því að milljónir skammta af bóluefnum eru framleiddir í landinu berast fregnir af skorti á bóluefnum og tæplega átta af hverjum hundrað hafa verið bólusettir.

Erlent
Fréttamynd

Aldrei fleiri greinst á einum degi

Yfir 100 þúsund greindust með kórónuveiruna á Indlandi í gær og hafa aldrei fleiri greinst í landinu á einum degi. Indland er því annað landið í heiminum þar sem yfir 100 þúsund smit greinast á einum degi.

Erlent
Fréttamynd

Ekki fleiri nýsmitaðir á Indlandi í fjóra mánuði

Heilbrigðismálaráðuneyti Indlands segir 43.846 manns hafa greinst smitaða af Covid-19 undanfarin sólarhring. Fjöldi nýsmitaðra hefur ekki verið hærri í fjóra mánuði og hefur aukningin leitt til hertra samkomutakmarkana víða.

Erlent
Fréttamynd

Her­sveitir hörfa frá um­deildu stöðu­vatni

Indverskar og kínverskar hersveitir hafa hörfað frá landsvæði við stöðuvatnið Pangong í Himalaja-fjallgarðinum á landamærum ríkjanna. Mikil spenna hefur verið á svæðinu síðustu mánuði, en ríkin hafa lengi deilt um hvar landamærin skuli liggja.

Erlent
Fréttamynd

Kínverjar viðurkenna mannfall í Himalæjafjölum í sumar

Ráðamenn í Kína hafa viðurkennt að fjórir hermenn ríkisins hafi dáið í átökum við indverska hermenn í Himalæjafjöllum í fyrra. Þetta er í fyrsta sinn sem Kínverjar viðurkenna mannfall í mannskæðustu átökum ríkjanna í 45 ár.

Erlent
Fréttamynd

Settir í sex ára bann eftir að hafa þóst sigra E­verest

Nepölsk yfirvöld hafa bannað tveimur indverskum fjallgöngumönnum og leiðangursstjóra þeirra að stunda fjallamennsku í landinu í sex ár. Ákvörðunin kemur í kjölfar rannsóknar þar sem í ljós kom að þau hafi logið því til að hafa klifið Everest, hæsta fjall heims, árið 2016.

Erlent
Fréttamynd

Ekki kynferðisofbeldi ef káfið er utanklæða

Að káfa á einstakling utanklæða er ekki kynferðisofbeldi, samkvæmt niðurstöðu yfirréttar í Mumbai. Hvergi er kveðið á um það í indverskum lögum að káf sé aðeins kynferðisofbeldi ef hold snertir hold en dómurinn er fordæmisgefandi.

Erlent
Fréttamynd

Mótmæli bænda urðu að óeirðum

Þúsundir indverskra bænda lentu í átökum við lögreglu í Nýju Delí, höfuðborg landsins, í dag. Bændurnir hafa fjölmennt í borginni í nærri því tvo mánuði til að mótmæla nýjum lögum sem þeir segja að komi verulega niður á þeim en einn bóndi lét lífið í mótmælunum í dag.

Erlent
Fréttamynd

Ný átök á landa­mærum Kína og Ind­lands

Aftur hefur komið til átaka milli indverskra og kínverskra hersveita við landamæri ríkjanna. Bæði indverskir og kínverskir hermenn eru sagðir hafa særst í átökunum að því er fram kemur í indverskum fjölmiðlum.

Erlent
Fréttamynd

Kín­verska hag­kerfið verði það stærsta í heimi 2028

Hagkerfi Kína mun taka fram úr því bandaríska árið 2028 og verður þá það stærsta í heimi, samkvæmt spá CEBR, breskrar rannsóknarmiðstöðvar um hagfræði og viðskipti. Fyrra spálíkan hafði gert ráð fyrir að Kína ætti stærsta hagkerfi heims árið 2033, en faraldur kórónuveiru er sagður munu flýta því.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Minnst 300 lagðir inn vegna dularfullra veikinda á Indlandi

Minnst einn hefur dáið og minnst 300 hafa verið lagðir inn á sjúkrahús vegna dularfullra veikinda sem herja á íbúa borgarinnar Eluru, í Andhra Pradesh á Indlandi. Einkenni þeirra sem hafa veikst eru margvísleg og hafa þar verið nefnd meðvitundarleysi, slög og ógleði.

Erlent
Fréttamynd

Vilja banna meint „ástarjíhad“ á Indlandi

Fjórar ríkisstjórnir á Indlandi hafa heitið því að samþykkja ný lög til þess að gera fólki af ólíkum trúarbrögðum erfiðara að gifta sig. Aðgerðirnar eru sagðar byggjast á stoðlausri samsæriskenningu um að karlar af íslamstrú reyni nú meðvitað að giftast konum af hindúatrú til þess að snúa þeim til íslams.

Erlent
Fréttamynd

Stilla saman strengi sína gegn Kína

Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin og Indland þurfi að vinna saman til að sporna gegn þeirri „ógn“ sem stafi af Kína.

Erlent
Fréttamynd

Ólafur Ragnar, umheimurinn og framtíðarstaða Íslands í Víglínunni

Ólafur Ragnar Grímsson á um fjörtíu ára feril að baki á sviði alþjóðastjórnmála og hefur komið ótrúlega víða við. Hann fer yfir þennan litríka feril sem og samskipti sín við erlenda ráðamenn og áhrifafólk sem og einstaka ráðamenn á Íslandi í forsetatíð hans í Víglínunni hjá Heimi Má Péturssyni fréttamanni í dag.

Innlent
Fréttamynd

Indverjar í miklum erfiðleikum vegna Covid

Tala látinna vegna Covid-19 á Indlandi er nú komin yfir hundrað þúsund. Ekkert útlit er fyrir að lát verði þar á á næstunni því nýja kórónuveiran er enn í mikilli dreifingu.

Erlent
Fréttamynd

Sýknaðir vegna eyði­leggingar Babri-moskunnar í Ayodhya

Dómstóll í Indlandi hefur sýknað leiðtoga úr röðum stjórnarflokksins BJP af ákæru um að hafa átt þátt í eyðileggingu Babri-moskunnar í bænum Ayodhya árið 1992. Um tvö þúsund manns dóu í átökum í kjölfar eyðileggingarinnar.

Erlent
Fréttamynd

YouTube keppir við TikTok með forritinu Shorts

Myndbandaveitan YouTube, sem er í eigu Google, tilkynnti í dag að nýtt forrit á vegum fyrirtækisins muni líta dagsins ljós en það mun vera miðill fyrir stutt myndbönd líkt og samfélagsmiðillinn TikTok sem nýtur gríðarlegra vinsælda.

Viðskipti erlent