Pólland

Fréttamynd

Pólskar konur óttast breytt lög um þungunarrof

Pólskar konur eru afar uggandi vegna yfirvofandi gildistöku laga sem takmarka mjög rétt þeirra til þungunarrofs. Stjórnlagadómstóll landsins komst að þeirri niðurstöðu í október að þungunarrof væri aðeins heimilt þegar líf konunnar væri í hættu eða þegar þungunin væri afleiðing glæps.

Erlent
Fréttamynd

Enn deilt um fjárlög og aðgerðapakka Evrópusambandsins

Ungverjar og Pólverjar standa enn í vegi fyrir að fjárlagaáætlun og margmilljarða evra aðgerðapakki Evrópusambandsins vegna kórónuveirufaraldursins verði samþykktur. Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, segðst búast við sátt á endanum.

Erlent
Fréttamynd

Ungverjar og Pólverjar gætu stöðvað fjárlög ESB

Ráðamenn í Ungverjalandi og Póllandi hóta því að beita neitunarvaldi til að stöðva fjárlagaáætlun Evrópusambandsins og aðgerðaáætlun gegn kórónuveirufaraldrinum ef virðing fyrir réttarríkinu verður gert að skilyrði fyrir fjárveitingum.

Erlent
Fréttamynd

Dæmi um að fólk fái heimsóknir í sóttkví

Dæmi eru um að fólk virði ekki sóttkví, fái heimsóknir og fari jafnvel út á meðal fólks. Þetta á bæði við um fólk sem er í sóttkví eftir komu til landsins og þá sem útsettir hafa verið fyrir smiti.

Innlent
Fréttamynd

Mót­mælendur trufluðu messu­hald í Pól­landi

Mótmælendur í Póllandi hafa í dag haldið inn í kirkjur til þess að trufla messuhöld. Mótmælendur hafa síðastliðna viku mótmælt nýjum þungunarrofslögum í Póllandi, sem banna þungunarrof nær alveg.

Erlent
Fréttamynd

Forseti Póllands smitaður af kórónuveirunni

Andrzej Duda, forseti Póllands, er smitaður af nýju afbrigði kórónuveirunnar. Talsmaður forsetans segir honum líða vel en að hann sé nú kominn í einangrun. Mikil fjölgun hefur orðið í nýjum kórónuveirusmitum og dauðsföllum í landinu upp á síðkastið.

Erlent
Fréttamynd

Þungunarrof nær algerlega bannað í Póllandi

Dómur stjórnlagadómstóls Póllands um að þungunarrof vegna fósturgalla stangist á við stjórnarskrá landsins þýðir að þungunarrof verður nú bannað í nær öllum tilfellum í landinu.

Erlent
Fréttamynd

Utan­ríkis­ráð­herra Pól­lands hættir

Jacek Czaputowicz hefur sagt af sér embætti sem utanríkisráðherra Póllands. Afsögnin kemur á sama tíma og pólsk stjórnvöld þrýsta á að taka að leiðandi hlutverk í viðbrögðum Evrópusambandsins vegna ástandsins í nágrannalandinu Hvíta-Rússlandi.

Erlent