Stríðsátök í Jemen

Staðfestir dauða al Qaeda liðans al-Badawi
Bandaríkjaforseti, Donald Trump, greindi í dag frá dauða jemenska hryðjuverkamannsins Jamal al-Badawi. Al-Badawi var einn skipuleggjanda árásarinnar á bandaríska herskipið USS Cole í október ársins 2000

Heiðruðu minningu litla drengsins sem lést
Mál Abdullah rataði í fjölmiðla vegna langrar og strangrar baráttu móður hans við bandarísk stjórnvöld um inngöngu í landið.

Kenna hvor annarri um vopnahlésbrot
Stríðandi fylkingar í Jemen, Hútar og stjórnarliðar, kenndu hvor annarri um að hafa brotið gegn nýsamþykktu vopnahléi í hafnarborginni Hodeidah.

Bandarískir þingmenn kjósa að afturkalla stuðning við Sáda í Jemen
Þetta var í fyrsta skipta sem deild Bandaríkjaþings nýtti sér heimild til að krefja forsetann um að draga herlið til baka frá átakasvæði.

Sömdu um vopnahlé í Jemen
Stríðandi fylkingar hafa komist að samkomulagi um vopnahlé í jemensku hafnarborginni Hudaydah.

Hútar sakaðir um að beita fanga pyntingum
Rannsókn AP-fréttastofunnar leiddi í ljós að uppreisnarhreyfingin í Jemen pynti fanga sína.

Uppfylla skilyrði friðarviðræðna
Hernaðarbandalagið sem Sádi-Arabar leiða í styrjöldinni gegn Hútum í Jemen samþykkti í gær að særðir hermenn Húta fengju að yfirgefa landið til þess að leita læknisaðstoðar.

Segir Ísland eitt fárra ríkja sem veki athygli á ástandinu í Jemen
Atli Viðar Thorsteinsen, sviðsstjóri hjá Rauða Krossinum á Íslandi, segir styrjöldina einhverja mestu mannúðarkrísu sem blasi við heiminum í dag.

Talið að 85 þúsund börn hafi dáið úr næringarskorti í Jemen
Talið er að um 85 þúsund börn undir fimm ára aldri hafi dáið úr næringarskorti í Jemen síðustu þrjú ár.

Utanríkisráðuneytið veitir hundrað milljónum til neyðaraðstoðar í Jemen
Utanríkisráðuneyti Íslands mun verja eitt hundrað milljónum króna til neyðaraðstoðar í Jemen. Þetta ákvað Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.

„Jemen er helvíti á jörðu fyrir börn“
Óttast er að þær meiriháttar mannúðarhörmungar sem dunið hafa á Jemenum muni magnast enn frekar nái átök stríðandi fylkinga í Jemen að hafnarborginni Hodeida.

Meira til Jemens
Matarhjálp Sameinuðu þjóðanna (WFP) ætlar að tvöfalda matargjafir til Jemens og þannig sjá fjórtán milljónum fyrir mat. Þetta sagði í tilkynningu sem stofnunin sendi frá sér í gær.

Neyðarsöfnun Rauða krossins hafin vegna yfirvofandi hungursneyðar í Jemen
Rauði krossinn á Íslandi hefur ákveðið að hefja neyðarsöfnun vegna vopnaðra átaka og yfirvofandi hungursneyðar í Jemen. Með því að senda SMS-ið HJALP í númerið 1900 er starf Rauða kross hreyfingarinnar í Jemen styrkt um 2900 kr. Sú upphæð dugar til þess að þrjú börn í Jemen fái mat í einn mánuð.

Ráðherrar Bandaríkjanna kalla eftir vopnahléi í Jemen
Gríðarlegar hörmungar hafa gengið yfir íbúa landsins sökum borgarastríðsins þar í landi og ein mesta hungursneyð sögunnar er sögð vofa yfir, verði ekkert að gert.

50 þúsund börn dóu úr hungri og sjúkdómum í Jemen í fyrra
Útlit er fyrir gífurlegt hungursneyð í Jemen. Um fjórtán milljónir manna, sem samsvarar um helmingi þjóðarinnar, hafa einungis aðgengi að matvælum í gegnum hjálparsamtök.

Ástandið versnar enn í Jemen og milljónir eru í hættu
Nú þegar búa 18,5 milljónir Jemena við lítið sem ekkert matvælaöryggi og sú tala fer hækkandi.

Sádar hafna ásökunum um stríðsglæpi í Jemen
Yfirvöld Sádi-Arabíu hafna niðurstöðum mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna um að bandalag þeirra hafi mögulega framið stríðsglæpi í Jemen.

Telja alla stríðsaðila í Jemen seka um stríðsglæpi
Stjórnarherinn, bandalagsherinn sem styður hann og uppreisnarmenn Húta eru sagðir hirða lítið um að takmarka fall óbreyttra borgara.

CNN merkir vopnaframleiðendum fjöldamorð almennra borgara á korti af Jemen
Bandaríska fréttastöðin CNN byrjaði í gær að birta niðurtöður umfangsmikilla rannsókna sinna á mannfalli almennra borgara í Jemen. Niðurstöðurnar sýna að sprengjurnar, sem hafa orðið fjölda barna og annarra almennra borgar að bana, eru bandarískar.

CNN segir Trump hafa selt Sádum sprengjuna sem varð tugum barna að bana
Sprengjan, sem varð tugum ungra barna að bana þegar hún féll á rútu í Jemen á dögunum, hefði aldrei endað í höndum Sáda ef ríkisstjórn Donalds Trump hefði ekki afnumið takmarkanir á vopnasölu sem voru innleiddar á Baracks Obama. Þetta er niðurstaða rannsóknar á vegum bandarísku fréttastöðvarinnar CNN.