Heilbrigðismál

Fréttamynd

Hettu­sótt í Hraunvallaskóla

Starfsmenn Hraunvallaskóla í Hafnarfirði hafa greinst smitaðir með hettusótt. Veirusjúkdómurinn er í dreifingu á höfuðborgarsvæðinu og má það sama segja um mislinga.

Innlent
Fréttamynd

Sorgar­mið­stöð

Sorgarmiðstöð var opnuð árið 2019. Unnið er markvisst að því að samræma úrræði fyrir syrgjendur, efla samfélagsumræðu um sorg, stuðla að skilvirkari upplýsingagjöf og ráðgjöf ásamt því að almennt gæta hagsmuna þeirra sem syrgja.

Skoðun
Fréttamynd

Hefur þú heyrt um sól­blóma­bandið?

Sólblómabandið er fyrir fólk með ósýnilegar fatlanir og skerðingar eða ósýnilega sjúkdóma.Þó svo að þú sjáir það ekki á fólki þá gæti verið um falda fötlun eða veikindi að ræða.

Skoðun
Fréttamynd

Skrifaði bók fyrir börn sem getin eru með að­stoð tækninnar

„Öll börn eiga rétt á því að vita hvernig þau urðu til og fá tækifæri til að fá upplýsingar um uppruna sinn,“ segir Andrea Björt en hún og eiginkona hennar eignuðust son sinn með aðstoð sæðisgjafa. Andrea rak sig á það á sínum tíma að það var lítið sem ekkert efni til á íslensku sem ætlað var börnum sem getin eru með aðstoð sæðis- eða eggjagjafa.

Lífið
Fréttamynd

Lítil þátt­taka í krabbameinsskimunum - ekki er allt sem sýnist

Nýlegt ársuppgjör Embættis landlæknis vegna krabbameinsskimana á Íslandi fyrir árið 2022 sýnir sláandi samdrátt í þátttöku kvenna í krabbameinsskimunum. Þátttaka í skimunum fyrir bæði brjósta- og leghálskrabbameini náði sögulegu lágmarki árið 2021 og þátttakan árið 2022 var enn minni.

Skoðun
Fréttamynd

Yfir­menn segi ljós­mæður hitta konur of oft og of lengi

Formaður Ljósmæðrafélags Íslands segir álag aukast, verkefnum fjölga og að allt að þriðjungur allra ljósmæðra á landinu íhugi nú að yfirgefa starfsstéttina. Ljósmæður fái ekki faglegt svigrúm til að vinna vinnuna sína og stjórnvöld taki málið ekki alvarlega. 

Innlent
Fréttamynd

Fram­úr­skarandi Landspítali

Landspítalinn er þungamiðja íslenskrar heilbrigðisþjónustu og gegnir fjölbreyttu og veigamiklu hlutverki innan kerfisins í heild sem háskólasjúkrahús landsins. Starfsemi Landspítala er í stöðugri þróun og vexti og aldrei hafa fleiri einstaklingar starfað á spítalanum og árið 2023.

Skoðun
Fréttamynd

Kanna­bis geri honum kleift að hreyfa sig

Karlmaður sem er með stanslausa verki vegna ólæknandi taugasjúkdóma biðlar til stjórnvalda að líta á kannabis í lækningaskyni með opnum huga. Jurtin geri honum kleift að hreyfa sig um á daginn þar sem önnur lyf virki ekki.

Innlent
Fréttamynd

Yfir 700 hjúkrunar­fræðingar grunaðir um svindl

Rannsókn stendur yfir á Bretlandseyjum þar sem grunur leikur á að yfir 700 hjúkrunarfræðingar hafi greitt milligönguaðila fyrir að taka próf í Nígeríu, til að tryggja sér leyfi til að starfa á Bretlandi.

Erlent
Fréttamynd

Enginn annar greinst með mis­linga

Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir það mikið gleðiefni að enginn annar hafi greinst með mislinga eftir að erlendur ferðamaður greindist hér þann 3. febrúar.

Innlent
Fréttamynd

Gríptu mig, kæra Kerfi

Hér í upphafi vil ég láta þess getið, til að forðast allan miskilning, að bréf þau sem hér eru skrifuð til Kerfisins í þessari grein eru til að vekja athygli á Alzheimer sjúkdómnum og þeim áskorunum sem nýgreindir einstaklingar standa frammi fyrir sem og þeir sem lengra eru komnir í framvindu sjúkdómsins.

Skoðun
Fréttamynd

„Mamma, ég á eftir að deyja ungur“

„Fólk er hrætt við ræða um dauðann, skiljanlega. En samt er það nú þannig að það er bara tvennt sem við getum stólað á í þessu lífi; við fæðumst og við deyjum. Þess vegna finnst mér sjálfsagt að ræða þessa hluti. En ég skil samt svo vel að fólki finnist það erfitt,“ segir Steinunn Rósa Einarsdóttir móðir Skarphéðins Andra Kristjánssonar sem lét lífið í bílslysi á Holtavörðuheiði árið 2014, þá einungis átján ára gamall.

Lífið
Fréttamynd

Síðasta vonin um ljúfa ævi­daga

Kraftaverk má telja að Páll Kristrúnar Magnússon hafi lifað af heilablóðfall á ferðalagi með fjölskyldu sinni um landið haustið 2022 þvert á spár lækna. Hann glímir í dag við margvíslegar líkamlegar skerðingar. Fjölskyldunni hefur verið tjáð að litlar líkur séu á frekari bata og blasir nú við að Páll þurfi að fara inn á hjúkrunarheimili, einungis 62 ára gamall. Þau halda þó í eina von.

Lífið
Fréttamynd

Ævintýrasmíð bestu vin­kvenna með sama barns­föður

Agnes Helga María Ferro er 35 ára móðir sem glímir við langvinnt krabbamein og gengst nú undir stífa og erfiða lyfjameðferð. Agnes lætur þó ekki deigan síga og fer nýstárlega leið til safna í sérstakan ævintýrasjóð fyrir sig og þrettán ára soninn Alexander.

Lífið
Fréttamynd

„Hún þarf lækningu og er ekki að fá hana“

Foreldrar andlega veikrar átján ára gamallar stúlku sem reynt hefur að svipta sig lífi í fjórgang segjast vera ráðþrota. Þau lýsa geðheilbrigðiskerfi þar sem dóttir þeirra lendir á veggjum. Þau segja engan grípa dóttur sína og gagnrýna geðdeild Landspítalans harðlega. Vandamálið sé enn erfiðara nú þegar dóttirin er orðin sjálfráða.

Innlent
Fréttamynd

Tökum höndum saman í bar­áttunni gegn krabba­meinum

Fyrir 22 árum sat ég fyrir framan Guðmund lækni þar sem hann tilkynnti mér að ástæðan fyrir slappleika mínum og veikindum væri hvítblæði. Mín fyrsta hugsun á var að ég myndi missa hárið en svo varð ég hrædd við að deyja og sorgmædd að mögulega myndi ég aldrei verða gömul.

Skoðun