MeToo

Fréttamynd

„Ég horfi í augun á honum og segi að ég vil þetta ekki“

Ung kona segist vera að leita réttar síns eftir að brotið hafi verið á henni af þremur eldri karlmönnum. Hún segir brotin hafa átt sér stað þegar hún var í ástarsambandi með vini þeirra. Hún hafi viljað þóknast honum og frosið þegar brotið hafi verið á henni. 

Innlent
Fréttamynd

Bað um að við­tal Sölva við sig yrði ekki birt

Bogi Ágústsson, fréttamaður á Ríkisútvarpinu, hefur óskað eftir því að viðtal sem Sölvi Tryggvason tók við hann fyrr á árinu verði ekki birt. Sölvi hyggst fara með hlaðvarp sitt af stað að nýju innan skamms, en hann dró sig úr sviðsljósinu fyrr á þessu ári þegar fram komu ásakanir á hendur Sölva um að hafa framið kynferðisbrot gegn tveimur konum.

Innlent
Fréttamynd

Ár hinna ósögðu sagna

Eitruð karlmennska, gerendameðvirkni, útilokunarmenning, þolendaskömmun. Þetta eru orð sem reglulega báru á góma á árinu sem nú er að líða, árinu sem MeToo bylgjan tók á sig breytta mynd.

Innlent
Fréttamynd

Mr. Big sakaður um nauðgun af tveimur konum

Leikarinn Chris Noth, sem er þekktastur fyrir að leika Mr. Big í sjónvarpsþáttunum Beðmál í borginni, hefur verið sakaður um nauðgun af tveimur konum. Noth tekur fyrir þetta og segir konurnar hafa samþykkt að stunda með sér kynlíf. 

Erlent
Fréttamynd

„Við skulum bara láta verkin tala“

Jóni Gunnarssyni innanríkisráðherra þykir umræða í tengslum við undirskriftasöfnun þar sem skorað er á forsætisráðherra að víkja Jóni úr embætti vera ómálaefnanleg og ekki svaraverð. Hann segist ætla að láta verkin tala.

Innlent
Fréttamynd

Ekki vera þessi gaur

Ofbeldi gegn konum og kynferðislegt ofbeldi er rótgróið. Fyrir tilstilli kvennahreyfingarinnar, þolenda og öflugra baráttukvenna hefur ljósi verið varpað á þennan alvarlega og kerfisbunda vanda.

Skoðun
Fréttamynd

MeToo mætt af hörku í Kína

Yfirvöld í Kína hafa mætt MeToo hreyfingunni af hörku. Þegar tennisstjarnan Peng Shuai sakaði einn af valdamestu mönnum Kommúnistaflokks Kína um nauðgun fyrr í þessum mánuði, og hvarf í kjölfarið, vakti það gífurlega athygli á heimsvísu.

Erlent
Fréttamynd

Töldu sig verða gerð afturreka með áminningu

Sú rannsókn sem fór fram á ásökunum læknanema á Landspítalanum á hendur Björns Loga Þórarinssonar sérfræðilæknis um kynferðislega áreitni er sú ítarlegasta sem ráðist hefur verið í innan spítalans vegna áþekkra ásakana.

Innlent
Fréttamynd

„Guðný er ekki sú eina“

„Ég hugsaði ekki mikið um þetta en mér fannst ónotalegt að gleðjast yfir dauða hans, einungis 13 ára gömul; fleiri börn yrðu þá ekki fyrir barðinu á honum.“

Innlent
Fréttamynd

Helgi segist iðrast og biðst afsökunar

Lögfræðingurinn Helgi Jóhannesson segir að sér sé ljóst að framkoma hans, orðfæri og hegðun hafi sært, móðgað og látið samferðafólki hans líða illa í návist hans. Hann biðst afsökunar á hegðun sinni og segist reiðubúinn til þess að hitta hvern þann sem hann hafi misgert við, til þess að ræða málin og ítreka afsökunarbeiðni augliti til auglitis.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er mál sem hefur hvílt þungt á mér í tuttugu ár“

Kona sem sagði sögu látinnar vinkonu sinnar varðandi kynferðislega áreitni af hálfu lögmanns um aldamótin krefst réttlætis. Málið hafi hvílt þungt á henni í tuttugu ár. Fyrrverandi vinnuveitandi lögmannsins segir óvíst hvort rétt hafi verið brugðist við málinu á sínum tíma og ætlar að skoða hvort fleiri sambærileg mál hafi komið upp.

Innlent
Fréttamynd

Ekki endilega þolandinn sjálfur sem keyri umræðuna „út á enda veraldar“

„Ef við horfum á þetta út frá þolendum ofbeldis þá leiðir þetta til þess, og ég vísa í reynslu mína sem lögmaður, að þegar umræðan verður svona ofboðslega hatrömm í garð gerenda þá myndast meiri hætta á að þolendur veigri sér við að segja frá ofbeldinu, sérstaklega þegar um er að ræða einhvern nákominn, af ótta við skrímslavæðinguna,“ segir Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Mikilvægt að beita ekki ofbeldi út af öðru ofbeldi

Fólk hefur verið útskúfað úr samfélaginu eftir óvægna umræðu um kynferðisofbeldi og dæmi eru um að það hafi svipt sig lífi í kjölfarið. Kallað er eftir meiri yfirvegun og jafnvægi í umræðunni því hún geti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér.

Innlent
Fréttamynd

„Þurfum að fara að ráðast á réttu aðilana”

Samfélagið getur ekki tekið sér það vald að úthýsa gerendum vegna biturleika gagnvart dómskerfinu, segir kona sem varð sjálf fyrir kynferðisofbeldi. Umræðan sé orðin of heiftug. Stjórnarkonur í Öfgum kalla eftir gagngerum breytingum í réttarkerfinu.

Innlent