Fjölmiðlar

Fréttamynd

Edda segir skilið við Eigin konur

Edda Falak mun hætta með hlaðvarpsþættina Eigin konur og þess í stað byrja með nýja þætti á Heimildinni. Þættirnir munu heita Edda Falak og hefja göngu sína í mars.

Innlent
Fréttamynd

BBC neitar ásökunum um ritskoðun

Ákvörðun breska ríkisútvarpsins BBC, um að sýna ekki lokaþátt úr Wild Isles, nýrri þáttaröð Davids Attenborough hefur vakið hörð viðbrögð. Umræddur þáttur fjallar um náttúruspjöll á Bretlandseyjum og orsakir þeirra en samkvæmt heimildum The Guardian var hætt við að sýna þáttinn þar sem forsvarsmenn BBC óttuðust gagnrýnisraddir frá Íhaldsflokknum og hægri sinnuðum fjölmiðlum.

Erlent
Fréttamynd

Lineker út í kuldann vegna um­­­mæla á sam­­fé­lags­­miðlum

Gary Lineker, fyrrverandi framherji enska landsliðsins, Barcelona, Leicester City og Tottenham Hotspur, hefur undanfarið ár stýrt Match of the Day, vinsælasta knattspyrnuþætti Bretlandseyja. Hann mun ekki stýra þætti morgundagsins þar sem hann hefur verið sendur í tímabundið leyfi vegna ummæla á samfélagsmiðlum.

Enski boltinn
Fréttamynd

BBC sýnir ekki Atten­bor­ough af ótta við hægri­menn

Breska ríkisútvarpið BBC er sagt hafa ákveðið að sýna ekki þátt úr nýrri náttúrulífsþáttaröð Davids Attenborough af ótta við viðbrögð Íhaldsflokksins og hægrisinnaðra fjölmiðla. Þátturinn fjallar um náttúruspjöll á Bretlandseyjum.

Erlent
Fréttamynd

Dómari telur ekki forsendur til að refsa blaðamönnum

Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur hefur ákveðið að aðhafast ekkert við því að Vísir hafi birt fréttir af stóra kókaínmálinu á meðan fjölmiðlaumfjöllunarbanni dómara stóð. Þetta kemur fram í tölvupósti frá dómaranum til saksóknara og verjenda í stóra kókaínmálinu í dag. Dómari segir ekki forsendur til að aðhafast í málinu.

Innlent
Fréttamynd

Mikilvægt að verja stöðu frjálsra fjölmiðla á Íslandi

Þingmaður Vinstri grænna segir mikilvægt að tryggja fjölmiðlafólki öruggt starfsumhverfi. Fjölmörg dæmi væru um að fjölmiðlafólk væri hindrað í störfum sínum og því jafnvel ógnað. Menningar- og viðskiptaráðherra segir fjölmiðlaáætlun í mótun.

Innlent
Fréttamynd

Útgildi sem afskræma umræðu um forstjóralaun

Launakjör forstjóra skráðra félaga í Kauphöllinni hafa verið í kastljósinu á undanförnum vikum. Nú þegar flest fyrirtækin hafa skilað ársuppgjöri fyrir síðasta ári er fyrirsjáanlegt að fjölmiðlar fari ofan í saumana á því hvernig forstjórunum er umbunað og ekkert athugavert við það í sjálfu sér. Það gagnast hluthöfum viðkomandi fyrirtækja, sjóðfélögum lífeyrissjóða og samfélaginu í heild sinni að stórum atvinnufyrirtækjum sé veitt aðhald í þessum efnum.

Klinkið
Fréttamynd

Rit­stjóri og blaða­maður Vísis kallaðir fyrir dóm

Erla Björg Gunnarsdóttir, ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, og Margrét Björk Jónsdóttir, fréttamaður miðilsins, voru boðaðar fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur við aðalmeðferð stóra kókaínmálsins í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Þor­steinn Már tekur blaða­menn í kennslu­stund

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, skrifar bréf til starfsmanna sem birt er á vefsíðu útgerðarfyrirtækisins, þar sem hann leggur út af afsökunarbeiðni Aftenposten í Noregi og hefur hana til marks um að blaðamennska á Íslandi sé ekki uppá marga fiska.

Innlent
Fréttamynd

Þetta er ekki eðlileg hegðun

Á spjallborðum og facebook hópum sjáum við spjallara æ oftar koma fram í HÁSTÖFUM hvar hópfélagar eru beðnir að vara sig á þessu eða hinu fyrirtækinu. Já eða einstaklingnum. Svo fylgir einhliða frásögn, mistúlkaðar staðreyndir og stundum hreinn uppspuni.

Skoðun
Fréttamynd

Sýn kaupir allt hlutafé móðurfélags Já

Sýn hefur gengið frá samkomulagi um kaup á öllu hlutafé Eignarhaldsfélagsins Njálu, móðurfélags upplýsingatæknifyrirtækisins Já, sem rekur meðal annars vefsíðuna og appið ja.is ásamt því að veita upplýsingar í símanúmerinu 1818. Seljendur eru að stærstum hluta íslenskir lífeyrissjóðir.

Innherji
Fréttamynd

„Ég er orðinn ýmsu vanur en þetta sló mig veru­lega“

Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Heimildarinnar, áður Kjarnans, sagðist fyrir dómi í morgun aldrei hafa hitt Pál Steingrímsson skipsstjóra, aldrei stolið af honum síma, né hefði hann átt beinan eða óbeinan þátt í að byrla honum né nokkrum manni. Þá sagði hann skýrslu réttarmeinafræðings sýna fram á að Páli hefði í raun aldrei verið byrlað. Verjandi Páls Vilhjálmssonar sagði málið ekki flókið og að það snérist um tjáningarfrelsi.

Innlent
Fréttamynd

Óþægilegt að sitja undir ásökunum um þjófnað og byrlun

Arnar Þór Ingólfsson, blaðamaður á Heimildinni, áður Kjarnanum, segist hafa verið mjög hissa þegar Páll Vilhjálmsson bloggari og kennari sakaði hann og kollega hans um að hafa byrlað skipstjóra Samherja og stolið af honum síma til að geta skrifað fréttir. Páll mætti ekki í dómsal í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Höfundur Dil­berts segir orð­spor sitt í rúst

Scott Adams, höfundur teiknimyndaseríunnar Dilberts, segir orðspor sitt í rúst og að hann sjái fram á að missa meirihluta tekna sinna í þessari viku eftir að útgefendur hundraða dagblaða ákváðu að hætta að birta seríuna. Ástæðan er rasískur reiðilestur Adams um svart fólk.

Erlent
Fréttamynd

Björn Bjarnason hundskammar Moggamenn

Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins og ritstjórnarfulltrúi Morgunblaðsins, hundskammar Morgunblaðið fyrir að hafa birt athugasemdalaust grein eftir Mikhael Noskov, sendiherra Rússa sem Björn segir lygaþvætting.

Innlent
Fréttamynd

Sigur Atla á Mannlífi sé ekki ástæða til að skála í freyðivíni

Mannlífi hefur verið gert að greiða bæði Atla Viðari Þorsteinssyni plötusnúði og Morgunblaðinu miskabætur vegna fréttar sem unnin var upp úr minningargrein Atla Viðars um bróður sinn. Ritstjóri Mannlífs segir dóminn beina árás á tjáningarfrelsi fjölmiðla í landinu og lögmaður hans segir dóminn vekja upp spurningar um vinnubrögð fjölmiðla framvegis.

Innlent