Skák

Fréttamynd

Keypti eftir­líkingu á 27 milljónir og situr uppi með Svarta-Pétur

Noah Siegel, bandarískur fjárfestir, pókerspilari og skákmaður, keypti taflborð í þeirri trú að um væri að ræða borð sem notað var í einvígi aldarinnar milli þeirra Bobby Fischers og Borisar Spasskí. Hins vegar kom á daginn að um var að ræða eftirlíkingu og Siegel keypti þannig köttinn í sekknum.

Innlent
Fréttamynd

Vignir Vatnar Ís­lands­meistari í skák

Vignir Vatnar Stefánsson, nýjasti stórmeistari Íslands, tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í skák í kvöld. Fara þurfti í bráðabana milli þriggja efstu skákmanna og hafði Vignir að lokum betur.

Sport
Fréttamynd

Ding Li­ren heims­meistari í skák

Kínverski stórmeistarinn Ding Liren tryggði sér í dag heimsmeistaratitilinn í skák með sigri á rússneska stórmeistaranum Ian Nepomniachtchi. Fór viðureign þeirra alla leið í bráðabana. Liren er 17. heimsmeistari sögunnar sem og fyrsti Kínverjinn til að afreka það.

Sport
Fréttamynd

Bein út­sending: Ís­land gegn á­hrifa­völdunum

Alþjóðlega Reykjavíkurskákmótið, Reykjavik Open, klárast í dag og í tilefni af því verður blásið til lokaveislu í beinni útsendingu hér á Vísi og Stöð 2 Vísi. Útsláttarhraðskáksmót sem ber yfirskriftina Ísland gegn áhrifavöldunum hefst klukkan 15:30. Einnig er vakt neðst í fréttinni þar sem hægt er að fylgjast með gangi mála.

Lífið
Fréttamynd

Stærsta Reykja­víkur­skák­mót sögunnar hefst í dag

Aldrei hafa fleiri tekið þátt í Reykjavíkurskákmótinu og nú en það verður sett eftir hádegi í dag. Forseti Skáksambands Íslands segir sprengingu hafa átt sér stað í skákáhuga í heiminum og Reykjavíkurskákmótið sé með þekktustu og sterkustu skákmótum heims.

Innlent
Fréttamynd

Spassky vill hvíla við hlið Fischers í Laugardælakirkjugarði

Það var múgur og margmenni í Laugardælakirkjugarði í Flóahreppi í dag en ástæðan er sú að skákmeistararnir, sem eru nú að keppa í heimsmeistaramótinu í Slembiskák mættu þangað til að vitja leiðis Bobby Fischers, heimsmeistara í skák. Þar kom fram að Boris Spassky, sem tefldi á móti honum fyrir fimmtíu árum hefur óskað eftir því að fá í hvíla í garðinum eftir sinn dag með Fischer.

Innlent
Fréttamynd

Carl­sen breytti opnunar­leik Katrínar

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fékk að leika fyrsta leikinn í skák fimmfaldaheimsmeistarans Magnus Carlsen á heimsmeistaramótinu í Fischer-slembiskák í dag. Carlsen fannst leikur forsætisráðherrans greinilega ekki sá besti og dró hann til baka. 

Sport
Fréttamynd

Carl­sen í góðum málum eftir dag tvö

Norðmaðurinn Magnus Carlsen, heimsmeistari í skák, er í góðri stöðu eftir annan dag HM í Fischer-slembiskák sem fram fer í Reykjavík. Carlsen leikur í B-riðli og vann þrjár af fjórum viðureignum sínum við Þjóðverjann Matthias Blübaum í dag. Aðeins einni lauk með jafntefli.

Sport
Fréttamynd

Carlsen í öðru sæti með tvo vinninga

Norski stórmeistarinn Magnus Carlsen situr í öðru sæti B-riðils á heimsmeistaramótinu í Fischer slembiskák sem fram fer á Hótel Natura í Reykjavík. Carlsen er með tvo vinninga, en hann laut í lægra haldi gegn Hikaru Nakamura í seinustu skák kvöldsins.

Sport
Fréttamynd

Yfir­vofandi mála­ferli ekki af­sökun

Heimsmeistarinn Magnus Carlsen kveðst ekki ætla að láta málsókn skákmannsins Hans Niemann hafa áhrif á taflmennskuna. Carlsen er staddur hér á landi til að taka þátt í heimsmeistaramótinu í Fischer-skák og hafa andstæðingar hans lýst yfir stuðningi.

Sport
Fréttamynd

Býst við Carlsen í úrslitum á Fischerskákmótinu

Margir af öflugustu skákmönnum heims með heimsmeistarann Magnús Carlsen í broddi fylkingar eru á leið til Íslands til að keppa um heimsmeistaratitilinn í Fisher skák. Heimsmeistarinn hlýtur 21 milljón í verðlaun.

Sport
Fréttamynd

Niemann stefnir Carl­sen og krefst 15 milljarða króna

Skákmaðurinn umtalaði, Hans Niemann hefur birt lögsókn sína gegn öflum innan skákheimsins vegna skemmda sem aðilarnir eru sagðir hafa unnið á orðspori Niemann. Meðal þeirra aðila sem lögsóttir eru eru skákmaðurinn Magnus Carlsen og skákvefurinn Chess.com.

Sport
Fréttamynd

Minningar­mót um Hrafn Jökuls­son í dag

Klukkan fjögur í dag verður minningarmót um Hrafn Jökulsson haldið í Norðurturni Smáralindar fyrir framan veitingastaðin XO. Hrafn var skákmaður mikill en hann lést um miðjan september eftir baráttu við krabbamein.

Sport