Sport

Sterkustu skák­menn landsins mætast á Sel­fossi

Bjarki Sigurðsson skrifar
Mótið fer fram á Selfossi að þessu sinni.
Mótið fer fram á Selfossi að þessu sinni. Vísir/Arnar

Hlaðvarpsþátturinn Chess After Dark stóð fyrir Íslandsmótinu í atskák sem fór fram í dag á Selfossi. Sterkustu skákmenn landsins mættust en alls voru fjórir stórmeistarar skráðir til leiks. 

Tæplega þrjátíu keppendur eru skráðir á mótið, þar á meðal tíu titilhafar. Fjórir af þeim eru stórmeistarar. Stjórnendur Chess After Dark binda vonir við að mótið muni enn frekar auka áhuga fólks á skákinni. 

Mótið er haldið í samstarfi við veitingastaðinn Messann á Selfossi en þó verður mótið ekki haldið á Messanum, heldur í Bankanum vinnustofu. Um er að ræða næst stærsta titil sem hægt er að vinna á Íslandi. 

Tefldar verða níu umferðir með tímamörkunum 15 + 3.  Vegleg verðlaun eru í boði, en sá sem sigrar fer heim með 100.000 krónur. Þá hreppir hann titilinn atskákmeistari Íslands 2022.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×