Borgunarmálið

Fréttamynd

Fá 250 milljónir í sinn hlut

Hluthafar í Borgun fengu greiddar 800 milljónir króna í arð vegna síðasta rekstrarárs. Haukur Oddsson, forstjóri Borgunar, segir arðgreiðsluna nema rétt rúmlega 50 prósentum af hagnaði félagsins á síðasta ári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ráðherra vísar á Bankasýsluna

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur ekki látið fara fram óháða athugun á því hvort þeir 2,2 milljarðar króna sem Eignarhaldsfélag Borgunar greiddi fyrir hlutinn séu hæsta verð sem hægt hefði verið að fá og vísar á Bankasýsluna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eðlilegt að leita ekki eftir hæsta verði?

Bankastjóri Landsbankans heldur því fram fullum fetum að ekkert sé óeðlilegt við að bankinn skuli hafa selt hlut sinn í Borgun í beinni sölu til annarra eigenda félagsins án þess að leita eftir tilboðum til að hámarka söluverðið. Hann gengur lengra og telur bankann ekki hafa átt annan kost en að fara þessa leið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Telur það ekki í verkahring Alþingis að skipta sér af Borgunarmálinu

Nefndarmaður í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis segir það ekki í verkahring Alþingis að skipta sér af sölu Landsbankans af borgun. Horfið hafi verið frá pólitískum afskiptum af bönkum í ríkiseigu fyrir löngu síðan. Vísbendingar erum að að Borgun hf. hafi verið undirverðlagt þegar Landsbankinn seldi þriðjungshlut í fyrirtækinu án auglýsingar

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Í skjóli valdsins

Það var gott hjá fréttastofu Stöðvar 2 að sýna áhorfendum hvernig samskipti fréttamaður hafði átt við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu, til þess eins að freista þess að fá taka við hana fréttaviðtal. Ótrúlega mikil vinna er unnin alla daga á öllum fréttastofum landsins við að eltast við embættismenn eða aðra formælendur stofnana eða annarra fyrirbæra.

Fastir pennar