Sýrlensku flóttamennirnir komnir til landsins Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 24. janúar 2017 10:53 Tuttugu og einn sýrlenskur flóttamaður kom til Íslands í gær Vísir/Stefán Tuttugu og einn sýrlenskur flóttamaður kom til Íslands í gær. Sjö þeirra, hjón með fimm börn, munu búa í Hveragerði en fjórtán setjast að á Selfossi. Fólkið kom frá Líbanon þar sem það hafði búið í flóttamannabúðum í eitt ár. Nú hefst ferli þar sem fólkið nýtur aðstoðar sjálfboðaliða Rauða krossins og fleiri við að aðlagast nýjum heimkynnum. Þorsetinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, tók á móti fjölskyldunum við komuna í Keflavík. Sólveig Björk Sveinbjörnsdóttir, nýráðinn verkefnisstjóri Hveragerðisbæjar og Sveitarfélagsins Árborgar segir að margir hafi sýnt því áhuga að sinna hlutverki fósturfjölskyldna. „Stuðningsfjölskyldurnar munu aðstoða flóttafólkið með ýmsum hætti í gagnkvæmu aðlögunarferli fyrsta árið. Margir innan samfélagsins hafa sýnt velvilja og áhuga að styðja fjölskyldurnar sem er mjög fallegt og kærkomið og hægt er að ræða bæði við sveitarfélögin og Rauðakrossinn til að koma óskum áleiðis. Rauðakrossinn heldur utan um allt sjálfboðaliðastarf og því upplagt að leita til þeirra ef áhugi er að leggja sitt af mörkum,“ segir Sólveig Björk.Við komuna í Keflavík í gær.Vísir/StefánÍ byrjun ársins 2016 komu sex sýrlenskar fjölskyldur hingað til lands eftir að hafa þurft að flýja heimili sín vegna stríðs í heimalandinu. Í maí síðastliðnum samþykkti ríkisstjórnin svo að taka á móti öðrum hópi sýrlenskra fjölskyldna frá flóttamannabúðum í Beirút í Líbanon. Fjölskyldurnar sem komu til landsins í gær hafa verið í samskiptum við þær fjölskyldur sem settust að fyrir ári síðan í gegnum Facebook. „Facebook bjargar. Þau eru búin að vera í samskiptum og eru farin að þekkja hvort annað svolítið. Það er svona ákveðið forskot. Sýrlendingarnir okkar sem komu á síðasta ári og fyrr á þessu ári eru tilbúin að tengjast þeim og tengja þau við heimamenn,“ segir Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi Sjá meira
Tuttugu og einn sýrlenskur flóttamaður kom til Íslands í gær. Sjö þeirra, hjón með fimm börn, munu búa í Hveragerði en fjórtán setjast að á Selfossi. Fólkið kom frá Líbanon þar sem það hafði búið í flóttamannabúðum í eitt ár. Nú hefst ferli þar sem fólkið nýtur aðstoðar sjálfboðaliða Rauða krossins og fleiri við að aðlagast nýjum heimkynnum. Þorsetinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, tók á móti fjölskyldunum við komuna í Keflavík. Sólveig Björk Sveinbjörnsdóttir, nýráðinn verkefnisstjóri Hveragerðisbæjar og Sveitarfélagsins Árborgar segir að margir hafi sýnt því áhuga að sinna hlutverki fósturfjölskyldna. „Stuðningsfjölskyldurnar munu aðstoða flóttafólkið með ýmsum hætti í gagnkvæmu aðlögunarferli fyrsta árið. Margir innan samfélagsins hafa sýnt velvilja og áhuga að styðja fjölskyldurnar sem er mjög fallegt og kærkomið og hægt er að ræða bæði við sveitarfélögin og Rauðakrossinn til að koma óskum áleiðis. Rauðakrossinn heldur utan um allt sjálfboðaliðastarf og því upplagt að leita til þeirra ef áhugi er að leggja sitt af mörkum,“ segir Sólveig Björk.Við komuna í Keflavík í gær.Vísir/StefánÍ byrjun ársins 2016 komu sex sýrlenskar fjölskyldur hingað til lands eftir að hafa þurft að flýja heimili sín vegna stríðs í heimalandinu. Í maí síðastliðnum samþykkti ríkisstjórnin svo að taka á móti öðrum hópi sýrlenskra fjölskyldna frá flóttamannabúðum í Beirút í Líbanon. Fjölskyldurnar sem komu til landsins í gær hafa verið í samskiptum við þær fjölskyldur sem settust að fyrir ári síðan í gegnum Facebook. „Facebook bjargar. Þau eru búin að vera í samskiptum og eru farin að þekkja hvort annað svolítið. Það er svona ákveðið forskot. Sýrlendingarnir okkar sem komu á síðasta ári og fyrr á þessu ári eru tilbúin að tengjast þeim og tengja þau við heimamenn,“ segir Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi.
Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi Sjá meira