MÁNUDAGUR 27. MARS NÝJAST 11:30

Draumur rćttist hjá John Arne Riise á Anfield um helgina

SPORT

Svona eru sigurlíkur liđanna í átta liđa úrslitum Meistaradeildarinnar

 
Fótbolti
22:30 17. MARS 2017
Sergio Ramos, fyrirliđi Real Madrid, međ Meistaradeildarbikarinn.
Sergio Ramos, fyrirliđi Real Madrid, međ Meistaradeildarbikarinn. VÍSIR/GETTY

Fólkið á bandarísku tölfræðisíðunni FiveThirtyEight keppist við að reikna út líkur á öllu mögulegu og ómögulegu og það kemur ekkert á óvart að búið sé að reikna út sigurlíkurnar í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Dregið var í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar í dag og upp úr pottinum komu fjórar mjög áhugaverðar viðureignir.

Samkvæmt útreikningum FiveThirtyEight þá verða það Atlético Madrid, Barcelona, Dortmund og Bayern sem komast áfram í undanúrslitin en Leicester City, Mónakó, Real Madrid og Juventus munu sitja eftir.

Mestar líkur eru á sigri Atlético Madrid á ensku meisturunum í Leicester City en minnstar líkur eru á því að Borussia Dortmund slái út Mónakó og að Bayern München slái út Evrópumeistara Real Madrid.

Spænski tölfræðingurinn Alexis Martín-Tamayo er ekki alveg sammála þeim á FiveThirtyEight. Alexis hefur einnig reiknað út sigurlíkur liðanna í viðureignunum fjórum.

Alexis, betur þekktur sem Mister Chip, er sammála um að mestar líkur séu á sigri Atlético Madrid á ensku meisturunum í Leicester og þá teluir hann líka að Barcelona slái út ítölsku meistarana í Juventus.

Alexis telur aftur á móti að Real Madrid vinni Bayern München og að Mónakó vinni Borussia Dortmund.

Hér fyrir neðan má sjá sigurlíkur í þessum fjórum viðureignum hjá FiveThirtyEight og Mister Chip.
Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Svona eru sigurlíkur liđanna í átta liđa úrslitum Meistaradeildarinnar
Fara efst