Svitinn lekur af Khabib og GSP stimplar sig inn

 
Sport
13:15 03. MARS 2017

Það er farið að hitna aðeins í kolunum í nýjasta upphitunarþættinum fyrir UFC 209.

Stjörnur kvöldsins eru í niðurskurði í þessari viku og er mikið lagt á sig. Khabib Nurmagomedov hleypur í gufubaðsjakka og fer svo í honum í gufuna. Það er ótrúlegt að sjá svitann sem lekur af honum.

Á fjölmiðladeginum var svo stuð er þeir horfðu í augu hvors annars. Sérstaklega var gaman að sjá veltivigtarmeistarann Tyron Woodley gera grín að því með Dana White, forseta UFC, hvað þeir væru miklar dramadrottningar en þeir hafa tekist á síðustu mánuði.

Í lok þáttarins fáum við svo að sjá Georges St-Pierre sem er að fara að snúa aftur í búrið gegn Michael Bisping. Þeir verða með blaðamannafund í Las Vegas í dag.

Þáttinn má sjá hér að ofan.

Bardagakvöldið stóra verður í beinni á Stöð 2 Sport aðfararnótt sunnudags.


Deila
Athugi­. Allar athugasemdir eru ß ßbyrg­ ■eirra er ■Šr rita. VÝsir hvetur lesendur til a­ halda sig vi­ mßlefnalega umrŠ­u. Einnig ßskilur VÝsir sÚr rÚtt til a­ fjarlŠgja Šrumei­andi e­a ˇsŠmilegar athugasemdir og ummŠli ■eirra sem tjß sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIđ

  • Nřjast ß VÝsi
  • Mest Lesi­
  • FrÚttir
  • Sport
  • Vi­skipti
  • LÝfi­
ForsÝ­a / Sport / Svitinn lekur af Khabib og GSP stimplar sig inn
Fara efst