Svipmynd Markaðarins: Spenntur fyrir golfsumrinu mikla 8. júní 2014 00:01 Pétur tók við sem framkvæmdastjóri samtakanna af Þorsteini Víglundssyni, núverandi framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Vísir/GVA „Það sem er á borðinu hjá mér núna er að fylgja eftir þessari viljayfirlýsingu um stofnun rannsóknarseturs í áli og efnisvísindum sem skrifað var undir á ársfundi Samáls fyrir stuttu síðan af iðnaðarráðherra og fulltrúum Háskólans í Reykjavík, Háskóla Íslands, Nýsköpunarmiðstöðvar og Samáls,“ segir Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls (Samtaka álframleiðenda). Pétur var ráðinn framkvæmdastjóri samtakanna í júlí í fyrra. Hann hafði þá gegnt starfi ritstjórnarfulltrúa á Morgunblaðinu frá 2006 og stýrt menningardeild blaðsins, auk þess að ritstýra Sunnudagsmogganum. Pétur byrjaði í blaðamennsku 1994 og vann við fagið til ársins 2000 þegar hann kláraði BA-nám í heimspeki í Háskóla Íslands. Þá hafði hann farið í skiptinám til Berlínar og lokið áföngum í þremur stærstu háskólum borgarinnar. „Þegar ég kom heim hóf ég störf á auglýsingastofunni Gott fólk þar sem ég stýrði almannatengsladeild fyrirtækisins í tvö ár. Eftir það fór ég aftur á Moggann og kláraði MBA-nám við Háskólann í Reykjavík samhliða því,“ segir Pétur. Hann starfaði sem forstöðumaður fjárfestatengsla og kynningarmála hjá Íslandsbanka frá 2004-2005. „Ég hætti þar til að klára Sköpunarsögur, viðtalsbók við rithöfunda um sköpunarferlið og eftir það lá leiðin aftur á Moggann.“ Pétur er einnig stjórnarformaður Stofnunar um fjármálalæsi og í stjórn Forlagsins. Hann segist vera með ólæknandi bakteríu sem lýsi sér þannig að hann þurfi að skrifa um allt sem hendir hann í lífinu. „Þannig að ég er með þrjár til fjórar bækur sem ég sinni í hjáverkum. Eitthvað er á vísnasviði, ein er um ferðalög og svo er eitthvað um þjóðmál. Þannig að þetta eru ólíkar bækur sem ég er að skrifa,“ segir Pétur. Hann er giftur Önnu Sigríði Arnardóttur lögfræðingi. Þau eiga tvö börn, Ólöfu Kristrúnu, 12 ára, og Örn Óskar, sem er níu ára. „Ég reyni að verja miklum tíma með fjölskyldunni og um leið að vera duglegur að hreyfa mig. Krakkarnir voru að komast inn í Nesklúbbinn í golfi og ég og Anna Sigga erum sömuleiðis í klúbbnum. Svo voru tengdaforeldrarnir að komast inn líka þannig að ef þetta verður ekki golfsumarið mikla þá held ég að ég selji kylfurnar mínar.“ Pétur fer á hverju ári í um þriggja vikna ferðalag með fjölskyldunni um landið og hann er augljóslega spenntur fyrir fríinu. „Ég hlakka mikið til þess augnabliks þegar við keyrum út úr bænum um miðjan júlí og snúum ekki aftur í flóttamannabúðirnar í Reykjavík fyrr en í byrjun ágúst. Þetta er sá tími þegar maður hleður batteríin fyrir skammdegið og álagið sem fylgir íslenskum vetri.“Breki KarlssonBreki Karlsson, forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi „Pétur er stórkostlegur! Alltaf í góðu skapi, stórskáld, einstakur vinur og gott að leita til hans. Þó er ómögulegt að vera farþegi með honum í bíl, þar sem hann veit aldrei hvaðan hann kemur eða hvert hann er að fara. En á sama tíma er Pétur samt ótrúlega næmur á umhverfi sitt og tekst á einhvern stórundarlegan hátt að vera alltaf réttur maður á réttum stað á réttum tíma. Það er einstaklega falleg lógík og mennsk í hinni litríku óreiðu í kringum Pétur. Eitt það allra besta við Pétur er samt hversu vel giftur hann er.“Kristrún HeimisdóttirKristrún Heimisdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins „Við Pétur hittumst fyrst sumarið þegar við vorum bæði sjö ára og hann flutti í húsið mitt frá Akureyri. Urðum strax bestu vinir og lékum okkur saman alla daga næstu ár. Þá var ég betri en hann í fótbolta en nú malar hann mig, enda mikill markaskorari með Gróttu Old Boys. Pétur spilar nýja sóknartaktík fyrir Samál með myndun álklasans sem hefur tekist stórvel. Hann er flottur fagmaður í öllu sem hann snertir og næmur fyrir öllu athafnalífi í landinu, jafnt iðnaði sem ljóðlist. Ótrúlega gaman að vera nú aftur saman í húsi. Pétur er bara frábær.“ Mest lesið Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Sjá meira
„Það sem er á borðinu hjá mér núna er að fylgja eftir þessari viljayfirlýsingu um stofnun rannsóknarseturs í áli og efnisvísindum sem skrifað var undir á ársfundi Samáls fyrir stuttu síðan af iðnaðarráðherra og fulltrúum Háskólans í Reykjavík, Háskóla Íslands, Nýsköpunarmiðstöðvar og Samáls,“ segir Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls (Samtaka álframleiðenda). Pétur var ráðinn framkvæmdastjóri samtakanna í júlí í fyrra. Hann hafði þá gegnt starfi ritstjórnarfulltrúa á Morgunblaðinu frá 2006 og stýrt menningardeild blaðsins, auk þess að ritstýra Sunnudagsmogganum. Pétur byrjaði í blaðamennsku 1994 og vann við fagið til ársins 2000 þegar hann kláraði BA-nám í heimspeki í Háskóla Íslands. Þá hafði hann farið í skiptinám til Berlínar og lokið áföngum í þremur stærstu háskólum borgarinnar. „Þegar ég kom heim hóf ég störf á auglýsingastofunni Gott fólk þar sem ég stýrði almannatengsladeild fyrirtækisins í tvö ár. Eftir það fór ég aftur á Moggann og kláraði MBA-nám við Háskólann í Reykjavík samhliða því,“ segir Pétur. Hann starfaði sem forstöðumaður fjárfestatengsla og kynningarmála hjá Íslandsbanka frá 2004-2005. „Ég hætti þar til að klára Sköpunarsögur, viðtalsbók við rithöfunda um sköpunarferlið og eftir það lá leiðin aftur á Moggann.“ Pétur er einnig stjórnarformaður Stofnunar um fjármálalæsi og í stjórn Forlagsins. Hann segist vera með ólæknandi bakteríu sem lýsi sér þannig að hann þurfi að skrifa um allt sem hendir hann í lífinu. „Þannig að ég er með þrjár til fjórar bækur sem ég sinni í hjáverkum. Eitthvað er á vísnasviði, ein er um ferðalög og svo er eitthvað um þjóðmál. Þannig að þetta eru ólíkar bækur sem ég er að skrifa,“ segir Pétur. Hann er giftur Önnu Sigríði Arnardóttur lögfræðingi. Þau eiga tvö börn, Ólöfu Kristrúnu, 12 ára, og Örn Óskar, sem er níu ára. „Ég reyni að verja miklum tíma með fjölskyldunni og um leið að vera duglegur að hreyfa mig. Krakkarnir voru að komast inn í Nesklúbbinn í golfi og ég og Anna Sigga erum sömuleiðis í klúbbnum. Svo voru tengdaforeldrarnir að komast inn líka þannig að ef þetta verður ekki golfsumarið mikla þá held ég að ég selji kylfurnar mínar.“ Pétur fer á hverju ári í um þriggja vikna ferðalag með fjölskyldunni um landið og hann er augljóslega spenntur fyrir fríinu. „Ég hlakka mikið til þess augnabliks þegar við keyrum út úr bænum um miðjan júlí og snúum ekki aftur í flóttamannabúðirnar í Reykjavík fyrr en í byrjun ágúst. Þetta er sá tími þegar maður hleður batteríin fyrir skammdegið og álagið sem fylgir íslenskum vetri.“Breki KarlssonBreki Karlsson, forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi „Pétur er stórkostlegur! Alltaf í góðu skapi, stórskáld, einstakur vinur og gott að leita til hans. Þó er ómögulegt að vera farþegi með honum í bíl, þar sem hann veit aldrei hvaðan hann kemur eða hvert hann er að fara. En á sama tíma er Pétur samt ótrúlega næmur á umhverfi sitt og tekst á einhvern stórundarlegan hátt að vera alltaf réttur maður á réttum stað á réttum tíma. Það er einstaklega falleg lógík og mennsk í hinni litríku óreiðu í kringum Pétur. Eitt það allra besta við Pétur er samt hversu vel giftur hann er.“Kristrún HeimisdóttirKristrún Heimisdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins „Við Pétur hittumst fyrst sumarið þegar við vorum bæði sjö ára og hann flutti í húsið mitt frá Akureyri. Urðum strax bestu vinir og lékum okkur saman alla daga næstu ár. Þá var ég betri en hann í fótbolta en nú malar hann mig, enda mikill markaskorari með Gróttu Old Boys. Pétur spilar nýja sóknartaktík fyrir Samál með myndun álklasans sem hefur tekist stórvel. Hann er flottur fagmaður í öllu sem hann snertir og næmur fyrir öllu athafnalífi í landinu, jafnt iðnaði sem ljóðlist. Ótrúlega gaman að vera nú aftur saman í húsi. Pétur er bara frábær.“
Mest lesið Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Sjá meira