Svipmynd Markaðarins: Forstjóri Gamma hlustar á Sinfó eða X-ið 11. mars 2017 10:30 Valdimar Ármann, nýr forstjóri Gamma á Íslandi. Vísir/Stefán Valdimar Ármann tók við sem forstjóri GAMMA Capital Management á Íslandi um síðustu mánaðamót. Valdimar gegndi áður starfi framkvæmdastjóra sjóða hjá GAMMA og er meðal fyrstu starfsmanna félagsins. Valdimar situr hér fyrir svörum í Svipmynd MarkaðarinsHvað hefur komið þér mest á óvart það sem af er ári? Gríðarlega jákvæð og batnandi staða íslensks hagkerfis kemur mér enn mest á óvart – við erum að ganga í gegnum mikið umbreytingarskeið og í því felast miklar áskoranir. Í rauninni hefur staðan líklega aldrei verið betri og nú er komið að því að spila sem best úr þeim spilum sem hafa verið lögð á borðið.Hvaða app notarðu mest? Ég nota nokkur líklega álíka mikið, það er til að fylgjast með íþróttaiðkun eins og Strava og Activity, Spotify til að hlusta á tónlist og síðan, tengt vinnu og samskiptum tengdum henni er töluverð notkun á LinkedIn, Kodiak Mobile og Skype Business.Hvað gerir þú í frístundum þínum? Frítíma mínum eyði ég mest með fjölskyldunni og þar sem yngstu krílin eru farin að eldast aðeins þá sjáum við fram á frekari ferðalög saman til að skoða nýjar og spennandi borgir og staði. Það er fátt betra en að komast á skíði eða í stangveiði og alltaf er gott að grípa í góða bók.Hvernig heldur þú þér í formi? Hef notað langhlaup til að halda mér í formi undanfarin ár með því að setja ákveðin hlaup sem markmið, til dæmis Reykjavíkurmaraþon eða München-maraþonið, sem halda aga á æfingaáætlunum. Útihlaup eru frábær leið til að hreinsa hugann, fá sér ferskt loft og endurnæra líkama og sál. Samhliða hlaupum reyni ég jafnframt að taka reglulega styrktaræfingar.Hvernig tónlist hlustar þú á? Er nánast alæta á tónlist en það fer eftir því hvað er verið að gera hverju sinni. Ég nýt þess að hlusta á klassíska músík Sinfóníuhljómsveitar Íslands eða rólegan og léttan djass Noruh Jones eða Katie Melua á kvöldin. Á hlaupunum er það yfirleitt tónlist frá níunda áratugnum sem ræður ríkjum en á leiðinni í vinnuna er sjaldan eitthvað betra en rokkið á X-inu. Ertu í þínu draumastarfi? Ég hef starfað á fjármálamarkaði frá 1998, bæði hérlendis og erlendis, og finnst ég jafnt og þétt alltaf vera að koma mér betur og betur fyrir í starfinu. Það er af nógu að taka, nýjar áskoranir og spennandi verkefni sem gera þetta sannarlega að draumastarfi. Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Sjá meira
Valdimar Ármann tók við sem forstjóri GAMMA Capital Management á Íslandi um síðustu mánaðamót. Valdimar gegndi áður starfi framkvæmdastjóra sjóða hjá GAMMA og er meðal fyrstu starfsmanna félagsins. Valdimar situr hér fyrir svörum í Svipmynd MarkaðarinsHvað hefur komið þér mest á óvart það sem af er ári? Gríðarlega jákvæð og batnandi staða íslensks hagkerfis kemur mér enn mest á óvart – við erum að ganga í gegnum mikið umbreytingarskeið og í því felast miklar áskoranir. Í rauninni hefur staðan líklega aldrei verið betri og nú er komið að því að spila sem best úr þeim spilum sem hafa verið lögð á borðið.Hvaða app notarðu mest? Ég nota nokkur líklega álíka mikið, það er til að fylgjast með íþróttaiðkun eins og Strava og Activity, Spotify til að hlusta á tónlist og síðan, tengt vinnu og samskiptum tengdum henni er töluverð notkun á LinkedIn, Kodiak Mobile og Skype Business.Hvað gerir þú í frístundum þínum? Frítíma mínum eyði ég mest með fjölskyldunni og þar sem yngstu krílin eru farin að eldast aðeins þá sjáum við fram á frekari ferðalög saman til að skoða nýjar og spennandi borgir og staði. Það er fátt betra en að komast á skíði eða í stangveiði og alltaf er gott að grípa í góða bók.Hvernig heldur þú þér í formi? Hef notað langhlaup til að halda mér í formi undanfarin ár með því að setja ákveðin hlaup sem markmið, til dæmis Reykjavíkurmaraþon eða München-maraþonið, sem halda aga á æfingaáætlunum. Útihlaup eru frábær leið til að hreinsa hugann, fá sér ferskt loft og endurnæra líkama og sál. Samhliða hlaupum reyni ég jafnframt að taka reglulega styrktaræfingar.Hvernig tónlist hlustar þú á? Er nánast alæta á tónlist en það fer eftir því hvað er verið að gera hverju sinni. Ég nýt þess að hlusta á klassíska músík Sinfóníuhljómsveitar Íslands eða rólegan og léttan djass Noruh Jones eða Katie Melua á kvöldin. Á hlaupunum er það yfirleitt tónlist frá níunda áratugnum sem ræður ríkjum en á leiðinni í vinnuna er sjaldan eitthvað betra en rokkið á X-inu. Ertu í þínu draumastarfi? Ég hef starfað á fjármálamarkaði frá 1998, bæði hérlendis og erlendis, og finnst ég jafnt og þétt alltaf vera að koma mér betur og betur fyrir í starfinu. Það er af nógu að taka, nýjar áskoranir og spennandi verkefni sem gera þetta sannarlega að draumastarfi.
Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Sjá meira