Innlent

Svikin loforð Lýsis

Íbúar í Þorlákshöfn eru orðnir langþreyttir á lyktarmengun í bænum. Fréttablaðið/Rósa
Íbúar í Þorlákshöfn eru orðnir langþreyttir á lyktarmengun í bænum. Fréttablaðið/Rósa
Þorlákshöfn Lýsi hf. hefur sótt um endurnýjun á starfsleyfi til Heilbrigðisnefndar Suðurlands vegna fiskþurrkunar á Unubakka í Þorlákshöfn til fjögurra ára með endurskoðunarákvæði eftir tvö ár. Núverandi starfsleyfi var upphaflega gefið út árið 2008 til tólf ára. Sú leyfisveiting var kærð af íbúum og fyrrverandi bæjarstjórn til umhverfisráðuneytisins. Ráðuneytið úrskurðaði að starfsleyfið yrði einungis til átta ára og það rennur út 6. júní næstkomandi eða eftir tæpar tvær vikur. Stöð 2 greindi frá þreytu íbúa gagnvart lyktarmenguninni síðasta sumar og heimsótti heimili fólks sem var viðþolslaust vegna lyktarmengunar. Nokkru síðar boðaði Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis, breytingar og sagði fáa varanlega kosti eftir aðra en að flytja starfsemina út fyrir bæinn. Nú hefur fyrirtækið hins vegar sótt um endurnýjun á starfsleyfi á sama stað í Þorlákshöfn og íbúar mótmæla nú eins og áður og safna undirskriftum gegn Lýsi. Katrín segir áform um flutning starfsemi óbreytt. „Óvissuástand er á mörkuðum í Nígeríu og því teljum við það óábyrgt að hefja framkvæmdir við nýja verksmiðju fyrr en staða mála í Nígeríu skýrist,“ segir hún. – kbg



Fleiri fréttir

Sjá meira


×