Viðskipti erlent

Svíar lækka stýrivexti í 0 prósent

Atli Ísleifsson skrifar
Stefan Ingves, seðlabankastjóri Svíþjóðar.
Stefan Ingves, seðlabankastjóri Svíþjóðar. Vísir/AFP
Sænski seðlabankinn tilkynnti í morgun að hann hafi lækkað stýrivexti um 0,25 prósent niður í 0 prósent. Í tilkynningu frá seðlabankanum sænska segir að fyrst um mitt ár 2016 verði lag til að hækka smám saman vextina á ný.

Stefan Ingves, seðlabankastjóri Svíþjóðar, segist í samtali við sænska fjölmiðla að síðasta árið hafi stýrivextir verið lækkaðir um eitt prósentustig. „Það felur í sér að við erum með mjög hvetjandi peningamálastefnu. Framundan er tímabil lítillar verðbólgu í heiminum og slíkt hefur að sjálfsögðu áhrif á sænskan efnahag.“

Ingves segir að efnahagur ríkja sé almennt að taka við sér en að það gangi hægt. „Batinn er fyrst og fremst ójafn. Hann er óreglulegur og slíkt leiðir líklegast einnig til óreglulegrar peningamálastefnu í heiminum.“

Bankinn vonast til að með ákvörðuninni muni neysla og verðbólga almennt aukast.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×