FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR NÝJAST 16:55

Ábyrgđarlaust traust

SKOĐANIR

Svíar gerđu sitt en ţurfa ađ bíđa til kvölds

 
Handbolti
17:15 27. JANÚAR 2016
Jonas Källman í leiknum í dag.
Jonas Källman í leiknum í dag. VÍSIR/GETTY

Svíþjóð vann öruggan sigur á Ungverjalandi, 22-14, á Evrópumeistaramótinu í Póllandi í dag og er þar með í sterkri stöðu fyrir forkeppni Ólympíuleikanna.

Svíar munu tryggja sér sæti í forkeppninni ef að Rússum mistekst að vinna Spánverja í kvöld, en Spánn verður þá að spila um sæti í undanúrslitum keppninnar.

Svíþjóð hafði þriggja marka forystu í hálfleik, 10-7, en náði að stinga af í síðari hálfleik. Munurinn var orðinn níu mörk, 17-8, eftir tíu mínútur í síðari hálfleik og úrslitin í raun ráðin.

Lukas Nilsson og Viktor Östlund skoruðu fimm mörk hvor fyrir Svía í leiknum en markahæstur hjá Ungverjalandi var Richard Bodo með fimm mörk. Mattias Andersson átti stórleik í marki Svía og varði 17 skot - 55 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig í leiknum.

Svíþjóð er í fjórða sæti milliriðls 2 með fjögur stig en Ungverjar eru án stiga í riðlinum. Rússar eru með þrjú stig en eiga leik til góða gegn Spáni í kvöld sem fyrr segir.

Í milliriðli 1 mættust botnliðin Makedónía og Hvíta-Rússland, þar sem síðarnefnda liðið hafði nauman sigur, 30-29. Hvít-Rússar enduðu með tvö stig í riðlinum en Makedónía eitt.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Svíar gerđu sitt en ţurfa ađ bíđa til kvölds
Fara efst