Erlent

Svía rænt í austurhluta Úkraínu

Atli Ísleifsson skrifar
Úkraínski stjórnarherinn og aðskilnaðarsinnar hafa barist í austurhluta Úkraínu síðustu mánuði.
Úkraínski stjórnarherinn og aðskilnaðarsinnar hafa barist í austurhluta Úkraínu síðustu mánuði. Vísir/AFP
Sænskum ríkisborgara hefur verið rænt af úkraínskum aðskilnaðarmönnum, að sögn talsmanns Úkraínustjórnar.

Sænska ríkislögreglustjóraembættið hefur staðfest að sænsks manns er saknað og að hann kunni að hafa verið fluttur á brott gegn eigin vilja. Í frétt Aftonbladet segist talsmaður embættisins ekki geta tjáð sig frekar um málið.

Samkvæmt upplýsingum blaðsins var Svíanum rænt á sunnudag við vegartálma nærri í Perevalsk í Luhansk-héraði og er haldið föngnum í bænum Horvlika.

Að sögn Dagens Nyheter er maðurinn á sjötugsaldri og kemur frá vesturhluta Svíþjóðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×