Körfubolti

Sverrir Þór: Ætlum að halda þessu hugarfari gegn KR

ÁRNI JÓHANNSSON Í RÖSTINNI skrifar
Sverrir má vera sáttur í kvöld
Sverrir má vera sáttur í kvöld vísir/valli
Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Grindvíkinga var að vonum ánægður með leik sinna manna í oddaleiknum gegn Njarðvík í kvöld.

„Við létum þetta líta út fyrir að vera létt þar sem allir voru að vinna vinnuna sína allan tímann og var frábær barátta í liðinu, það voru allir tilbúnir og sýndu að þeir vildu komast í úrslitaseríuna. Við höfðum tvo daga fyrir æfingar og fórum aðeins yfir hlutina en þessi lið hafa mæst svo oft í vetur og þekkja hvort annað vel þannig að það var ekki mikið sem þurfti að breyta milli leikja. Við hinsvegar þurftum að skerpa á ákveðnum hlutum og við fórum yfir það og menn mættu tilbúnir í kvöld,“ sagði Sverrir eftir öruggan sigurinn.

Sverrir var spurður hvort hugarfar leikmanna hafi verið eitthvað sem þurfti að skerpa á.

„Algjörlega, það er stærsti þátturinn fannst mér vera. Hugarfarsbreyting frá síðasta leik og ekki vera að pæla of mikið í hlutunum, heldur vinna vinnuna sína á meðan þú ert á gólfinu og það var það sem að gerðist hjá okkur í kvöld.

„Við ætlum náttúrulega að halda þessu hugarfari á móti KR. Við þurfum nú að fara að kíkja yfir leik KR-inga, Njarðvík og KR eru ólík lið. Það er bara mánudagurinn, þá mætum við tilbúnir í að mæta KR,“ sagði Sverrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×