Sveitarfélög greiða sjálf fyrir raflínur í jörð Sveinn Arnarsson skrifar 11. júlí 2014 07:30 Ef sveitarfélög vilja raflínur í jörð í sínu landi þurfa þau að borga umframkostnaðinn samkvæmt frumvarpi iðnaðarráðherra. Fréttablaðið/GVA Tillaga Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, að nýjum raforkulögum getur varpað milljarðakostnaði vegna lagningar raflína í hendur sveitarfélaga. Ef flutningslínu er valinn annar staður eða önnur útfærsla en sú sem Landsnet telur réttasta er heimilt að krefja þann sem óskar slíkrar breytingar um kostnaðarmuninn leiði útfærslan til aukins kostnaðar. Þetta ákvæði laganna eru sveitarstjórnarmenn, náttúruverndarsamtök og Samband íslenskra sveitarfélaga ekki sátt við. Markmið frumvarpsins er að kerfisáætlun fái traustan grundvöll sem er nauðsynlegt fyrir áætlun sem lýtur að mikilvægum grunnkerfum landsins. Jafnframt er það markmið frumvarpsins að einfalda fyrirkomulag leyfisveitinga þegar kemur að framkvæmdum við flutningskerfið og gera ferla skilvirkari. Guðjón Bragason, lögfræðingur Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir fulltrúa sambandsins hafa gert athugasemdir við þetta ákvæði á samráðsfundum um frumvarpið. Þess megi vænta að einhverjar sveitarstjórnir mótmæli því í umsagnarferlinu. „Í samráðsferlinu sögðum við okkar skoðun á þessu ákvæði. Við teljum að orðalagið sé ekki nógu skýrt og betra væri að fella þetta ákvæði úr frumvarpinu. Ekki er t.d. skilgreint nægilega hverjir þessir aðilar séu sem óska slíkra breytinga en það geta væntanlega verið ýmsir fleiri en sveitarfélögin sem falla þar undir.“Ragnheiður Elín Árnadóttir vildi ekki tjá sig um frumvarpið á þessu stigi málsinsGuðjón segist aðspurður telja að ágætlega hafi verið vandað til undirbúnings frumvarpsins en hér sé augljóslega um að ræða mál sem hljóti að verða umdeilt, enda séu miklir hagsmunir í húfi. Mikilvægt sé að skýra betur í greinargerð með frumvarpinu hvaða vandamál eigi að leysa með því að leggja frumvarpið fram. Fulltrúar sambandsins hafi lagt áherslu á að standa þurfi vörð um skipulagsvald sveitarfélaga en sveitarfélögin skorist hins vegar á engan hátt undan því að taka þátt í málefnalegri umræðu um það hvernig almannahagsmunir verði tryggðir við gerð skipulagsáætlana. Ýmis atriði í frumvarpinu séu tvímælalaust til bóta. Markmið frumvarpsins sé þannig m.a. að tryggja víðtækt samráð um efni kerfisáætlunar allt frá því að undirbúningur við gerð hennar hefst, en fram til þessa hefur skort reglur um það samráðsferli. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, vildi ekki tjá sig við blaðamann þegar eftir því var leitað. Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Fleiri fréttir Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Sjá meira
Tillaga Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, að nýjum raforkulögum getur varpað milljarðakostnaði vegna lagningar raflína í hendur sveitarfélaga. Ef flutningslínu er valinn annar staður eða önnur útfærsla en sú sem Landsnet telur réttasta er heimilt að krefja þann sem óskar slíkrar breytingar um kostnaðarmuninn leiði útfærslan til aukins kostnaðar. Þetta ákvæði laganna eru sveitarstjórnarmenn, náttúruverndarsamtök og Samband íslenskra sveitarfélaga ekki sátt við. Markmið frumvarpsins er að kerfisáætlun fái traustan grundvöll sem er nauðsynlegt fyrir áætlun sem lýtur að mikilvægum grunnkerfum landsins. Jafnframt er það markmið frumvarpsins að einfalda fyrirkomulag leyfisveitinga þegar kemur að framkvæmdum við flutningskerfið og gera ferla skilvirkari. Guðjón Bragason, lögfræðingur Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir fulltrúa sambandsins hafa gert athugasemdir við þetta ákvæði á samráðsfundum um frumvarpið. Þess megi vænta að einhverjar sveitarstjórnir mótmæli því í umsagnarferlinu. „Í samráðsferlinu sögðum við okkar skoðun á þessu ákvæði. Við teljum að orðalagið sé ekki nógu skýrt og betra væri að fella þetta ákvæði úr frumvarpinu. Ekki er t.d. skilgreint nægilega hverjir þessir aðilar séu sem óska slíkra breytinga en það geta væntanlega verið ýmsir fleiri en sveitarfélögin sem falla þar undir.“Ragnheiður Elín Árnadóttir vildi ekki tjá sig um frumvarpið á þessu stigi málsinsGuðjón segist aðspurður telja að ágætlega hafi verið vandað til undirbúnings frumvarpsins en hér sé augljóslega um að ræða mál sem hljóti að verða umdeilt, enda séu miklir hagsmunir í húfi. Mikilvægt sé að skýra betur í greinargerð með frumvarpinu hvaða vandamál eigi að leysa með því að leggja frumvarpið fram. Fulltrúar sambandsins hafi lagt áherslu á að standa þurfi vörð um skipulagsvald sveitarfélaga en sveitarfélögin skorist hins vegar á engan hátt undan því að taka þátt í málefnalegri umræðu um það hvernig almannahagsmunir verði tryggðir við gerð skipulagsáætlana. Ýmis atriði í frumvarpinu séu tvímælalaust til bóta. Markmið frumvarpsins sé þannig m.a. að tryggja víðtækt samráð um efni kerfisáætlunar allt frá því að undirbúningur við gerð hennar hefst, en fram til þessa hefur skort reglur um það samráðsferli. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, vildi ekki tjá sig við blaðamann þegar eftir því var leitað.
Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Fleiri fréttir Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Sjá meira
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent