Svarti kisinn Gosi mætir í Kvennaskólann á hverjum degi Kjartan Guðmundsson skrifar 14. október 2016 10:30 Gosi lætur fara vel um sig í kennslustund. Mynd/Ólína Ásgeirsdóttir Hann birtist í stofunni eða krakkarnir finna hann á göngunum og draga hann með sér inn í stofu. Svo liggur hann á gólfinu eða uppi á borðum og lætur fara vel um sig,“ segir Ásdís Arnalds, íslenskukennari í Kvennaskólanum í Reykjavík, um námsfúsa köttinn Gosa sem virðist halda að hann sé menntaskólanemi og mætir samviskusamlega í skólann á hverjum morgni.Sigríður María Tómasdóttir, félagsgreinakennari í Kvennó, gælir við Gosa. Mynd/Ingibjörg AxelsdóttirGosi virðist líka meðvitaður um að Kvennó sé í þremur mismunandi húsum og töluverður spölur á milli þeirra, því hann skýtur reglulega upp kollinum í öllum þremur byggingum og þiggur klapp og knús frá kennurum og nemendum fegins hendi. Ásdís er þó ekki ein þeirra sem láta vel að hinum kolsvarta Gosa þegar hann birtist í Kvennó, enda er hún með ofnæmi fyrir köttum. Henni er samt hlýtt til kisa og leyfir honum góðfúslega að sækja kennslustundir. „Fyrst þegar hann kom og krakkarnir fóru að klappa honum varð ég pínu stressuð út af ofnæminu, en á meðan hann truflar ekki tímana má hann alveg vera inni í stofunni. Við vitum ekki einu sinni hvar hann býr, en krakkarnir elska hann,“ segir Ásdís. Hún bætir við að á kennarastofunni sé líka mikið rætt um Gosa og velt vöngum yfir því hvort námið sé of erfitt fyrir hann, hann sé í of mörgum einingum á yfirstandandi önn, mætingastjórinn þurfi að hafa áhyggjur af skólasókninni hjá honum og fleira í þeim dúr.Gosi sækir tíma í Kvennó, nemendum til mikillar gleði.Mynd/Ásdís ArnaldsNína Margrét Daðadóttir, nemi í Kvennó og varaformaður Fúríu, leikfélags skólans, segir Gosa ómissandi hluta af lífinu í skólanum. Hans yrði sárt saknað ef hann hætti að mæta í skólann. Kötturinn er líka tíður gestur á æfingum leikfélagsins. „Gosi er sætur og vingjarnlegur og truflar engan. Við opnum alltaf fyrir honum á æfingum, en ég hef ekki hugmynd um það hvernig hann kemst inn í hinar byggingarnar. Við köllum hann Fúríuköttinn og hann er ávallt velkominn,“ segir Nína Margrét. Mest lesið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Lífið Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Menning Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Bíó og sjónvarp Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Lífið Fleiri fréttir Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Sjá meira
Hann birtist í stofunni eða krakkarnir finna hann á göngunum og draga hann með sér inn í stofu. Svo liggur hann á gólfinu eða uppi á borðum og lætur fara vel um sig,“ segir Ásdís Arnalds, íslenskukennari í Kvennaskólanum í Reykjavík, um námsfúsa köttinn Gosa sem virðist halda að hann sé menntaskólanemi og mætir samviskusamlega í skólann á hverjum morgni.Sigríður María Tómasdóttir, félagsgreinakennari í Kvennó, gælir við Gosa. Mynd/Ingibjörg AxelsdóttirGosi virðist líka meðvitaður um að Kvennó sé í þremur mismunandi húsum og töluverður spölur á milli þeirra, því hann skýtur reglulega upp kollinum í öllum þremur byggingum og þiggur klapp og knús frá kennurum og nemendum fegins hendi. Ásdís er þó ekki ein þeirra sem láta vel að hinum kolsvarta Gosa þegar hann birtist í Kvennó, enda er hún með ofnæmi fyrir köttum. Henni er samt hlýtt til kisa og leyfir honum góðfúslega að sækja kennslustundir. „Fyrst þegar hann kom og krakkarnir fóru að klappa honum varð ég pínu stressuð út af ofnæminu, en á meðan hann truflar ekki tímana má hann alveg vera inni í stofunni. Við vitum ekki einu sinni hvar hann býr, en krakkarnir elska hann,“ segir Ásdís. Hún bætir við að á kennarastofunni sé líka mikið rætt um Gosa og velt vöngum yfir því hvort námið sé of erfitt fyrir hann, hann sé í of mörgum einingum á yfirstandandi önn, mætingastjórinn þurfi að hafa áhyggjur af skólasókninni hjá honum og fleira í þeim dúr.Gosi sækir tíma í Kvennó, nemendum til mikillar gleði.Mynd/Ásdís ArnaldsNína Margrét Daðadóttir, nemi í Kvennó og varaformaður Fúríu, leikfélags skólans, segir Gosa ómissandi hluta af lífinu í skólanum. Hans yrði sárt saknað ef hann hætti að mæta í skólann. Kötturinn er líka tíður gestur á æfingum leikfélagsins. „Gosi er sætur og vingjarnlegur og truflar engan. Við opnum alltaf fyrir honum á æfingum, en ég hef ekki hugmynd um það hvernig hann kemst inn í hinar byggingarnar. Við köllum hann Fúríuköttinn og hann er ávallt velkominn,“ segir Nína Margrét.
Mest lesið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Lífið Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Menning Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Bíó og sjónvarp Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Lífið Fleiri fréttir Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Sjá meira