Svarti kisinn Gosi mætir í Kvennaskólann á hverjum degi Kjartan Guðmundsson skrifar 14. október 2016 10:30 Gosi lætur fara vel um sig í kennslustund. Mynd/Ólína Ásgeirsdóttir Hann birtist í stofunni eða krakkarnir finna hann á göngunum og draga hann með sér inn í stofu. Svo liggur hann á gólfinu eða uppi á borðum og lætur fara vel um sig,“ segir Ásdís Arnalds, íslenskukennari í Kvennaskólanum í Reykjavík, um námsfúsa köttinn Gosa sem virðist halda að hann sé menntaskólanemi og mætir samviskusamlega í skólann á hverjum morgni.Sigríður María Tómasdóttir, félagsgreinakennari í Kvennó, gælir við Gosa. Mynd/Ingibjörg AxelsdóttirGosi virðist líka meðvitaður um að Kvennó sé í þremur mismunandi húsum og töluverður spölur á milli þeirra, því hann skýtur reglulega upp kollinum í öllum þremur byggingum og þiggur klapp og knús frá kennurum og nemendum fegins hendi. Ásdís er þó ekki ein þeirra sem láta vel að hinum kolsvarta Gosa þegar hann birtist í Kvennó, enda er hún með ofnæmi fyrir köttum. Henni er samt hlýtt til kisa og leyfir honum góðfúslega að sækja kennslustundir. „Fyrst þegar hann kom og krakkarnir fóru að klappa honum varð ég pínu stressuð út af ofnæminu, en á meðan hann truflar ekki tímana má hann alveg vera inni í stofunni. Við vitum ekki einu sinni hvar hann býr, en krakkarnir elska hann,“ segir Ásdís. Hún bætir við að á kennarastofunni sé líka mikið rætt um Gosa og velt vöngum yfir því hvort námið sé of erfitt fyrir hann, hann sé í of mörgum einingum á yfirstandandi önn, mætingastjórinn þurfi að hafa áhyggjur af skólasókninni hjá honum og fleira í þeim dúr.Gosi sækir tíma í Kvennó, nemendum til mikillar gleði.Mynd/Ásdís ArnaldsNína Margrét Daðadóttir, nemi í Kvennó og varaformaður Fúríu, leikfélags skólans, segir Gosa ómissandi hluta af lífinu í skólanum. Hans yrði sárt saknað ef hann hætti að mæta í skólann. Kötturinn er líka tíður gestur á æfingum leikfélagsins. „Gosi er sætur og vingjarnlegur og truflar engan. Við opnum alltaf fyrir honum á æfingum, en ég hef ekki hugmynd um það hvernig hann kemst inn í hinar byggingarnar. Við köllum hann Fúríuköttinn og hann er ávallt velkominn,“ segir Nína Margrét. Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Hálft ár af hári Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Fleiri fréttir Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Sjá meira
Hann birtist í stofunni eða krakkarnir finna hann á göngunum og draga hann með sér inn í stofu. Svo liggur hann á gólfinu eða uppi á borðum og lætur fara vel um sig,“ segir Ásdís Arnalds, íslenskukennari í Kvennaskólanum í Reykjavík, um námsfúsa köttinn Gosa sem virðist halda að hann sé menntaskólanemi og mætir samviskusamlega í skólann á hverjum morgni.Sigríður María Tómasdóttir, félagsgreinakennari í Kvennó, gælir við Gosa. Mynd/Ingibjörg AxelsdóttirGosi virðist líka meðvitaður um að Kvennó sé í þremur mismunandi húsum og töluverður spölur á milli þeirra, því hann skýtur reglulega upp kollinum í öllum þremur byggingum og þiggur klapp og knús frá kennurum og nemendum fegins hendi. Ásdís er þó ekki ein þeirra sem láta vel að hinum kolsvarta Gosa þegar hann birtist í Kvennó, enda er hún með ofnæmi fyrir köttum. Henni er samt hlýtt til kisa og leyfir honum góðfúslega að sækja kennslustundir. „Fyrst þegar hann kom og krakkarnir fóru að klappa honum varð ég pínu stressuð út af ofnæminu, en á meðan hann truflar ekki tímana má hann alveg vera inni í stofunni. Við vitum ekki einu sinni hvar hann býr, en krakkarnir elska hann,“ segir Ásdís. Hún bætir við að á kennarastofunni sé líka mikið rætt um Gosa og velt vöngum yfir því hvort námið sé of erfitt fyrir hann, hann sé í of mörgum einingum á yfirstandandi önn, mætingastjórinn þurfi að hafa áhyggjur af skólasókninni hjá honum og fleira í þeim dúr.Gosi sækir tíma í Kvennó, nemendum til mikillar gleði.Mynd/Ásdís ArnaldsNína Margrét Daðadóttir, nemi í Kvennó og varaformaður Fúríu, leikfélags skólans, segir Gosa ómissandi hluta af lífinu í skólanum. Hans yrði sárt saknað ef hann hætti að mæta í skólann. Kötturinn er líka tíður gestur á æfingum leikfélagsins. „Gosi er sætur og vingjarnlegur og truflar engan. Við opnum alltaf fyrir honum á æfingum, en ég hef ekki hugmynd um það hvernig hann kemst inn í hinar byggingarnar. Við köllum hann Fúríuköttinn og hann er ávallt velkominn,“ segir Nína Margrét.
Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Hálft ár af hári Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Fleiri fréttir Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Sjá meira