Innlent

Sumaráætlun Strætó tekur gildi á sunnudag

Sumaráætlun Strætó tekur gildi næstkomandi sunnudag, 29. maí. Eins og undanfarin ár breytist tíðni strætóferða yfir sumartímann í samræmi við minni eftirspurn og felst breytingin í að fella niður 15 mínútna tíðni sem verið hefur á níu strætóleiðum yfir veturinn.

Vagnar á leiðum 1, 2, 3, 4, 6, 11, 12, 14 og 15 munu því aka á 30 mínútna tíðni í sumar í stað 15 mínútna.

„Eftirspurnin eftir þjónustu Strætó er eðlilega minni á sumrin en á veturna. Þar munar mest um að skólastarf liggur niðri auk þess sem almenn sumarfrí hafa sitt að segja. Sumaráætlun Strætó tekur mið af þessu með því að fækka ferðum yfir hásumarið. Þeim verður svo að sjálfsögðu fjölgað aftur í haust þegar skólarnir byrja að nýju og sumarfríum lýkur," segir Bergdís I. Eggertsdóttir, verkefnastjóri Strætó bs.

Nánari upplýsingar um sumaráætlunina er að finna á vefnum www.straeto.is og í síma 540 2700.

Nýjar leiðabækur eru fáanlegar á öllum sölustöðum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×