Enski boltinn

Suarez sjöundi meðlimurinn í 30 marka klúbbnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Luis Suarez.
Luis Suarez. Vísir/Getty
Luis Suarez skoraði sitt 30. mark í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar Liverpool vann 3-2 sigur á Norwich og náði fyrir vikið fimm stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.

Suarez varð sjöundi leikmaðurinn sem nær því að brjóta 30 marka múrinn á einu tímabili í ensku úrvalsdeildinni en Alan Shearer er sá eini þeirra sem hefur náð því oftar en einu sinni.

Suarez hefur enn þrjá leiki til að bæta við mörkum en markametið í ensku úrvalsdeildinni er 34 mörk en það kom í 42 leikja deild.

Suarez vantar hinsvegar aðeins eitt mark til að jafna markametið í 38 leikja deild en það met eiga þeir Cristiano Ronaldo (2007–08) og Alan Shearer (1995–96).

Suarez hefur skorað þessi 30 mörk sín í 30 leikjum en hann hefur einnig lagt upp 21 mark fyrir félaga sína og ekkert marka hans hefur komið úr vítaspyrnu.



- 30 marka tímabil í ensku úrvalsdeildinni (1992-) -

1993-94 - Andy Cole, Newcastle United 34 mörk

1993-94 - Alan Shearer, Blackburn Rovers 31 mark

1994-95 - Alan Shearer, Blackburn Rovers 34 mörk

1995-96 - Alan Shearer, Blackburn Rovers 31 mark

1999-2000 - Kevin Phillips, Sunderland 30 mörk

2003-04 - Thierry Henry, Arsenal 30 mörk

2007-08 - Cristiano Ronaldo, Manchester United 31 mark

2011-12 - Robin Van Persie, Arsenal 30 mörk

2013-14 - Luis Suárez, Liverpool 30 mörk

Luis Suarez skorar hér sitt 30. mark í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð.Vísir/AFP

Tengdar fréttir

Liverpool öruggt með Meistaradeildarsæti 2014-15

Liverpool náði ekki bara fimm stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með því að vinna 3-2 sigur á Norwich heldur er nú tölfræðilega öruggt að félagið verði í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.

Liverpool náði fimm stiga forskoti - myndband

Liverpool er komið með fimm stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir 3-2 útisigur á Norwich í dag. Liverpool skoraði tvö mörk snemma leiks og lifði síðan af taugaveiklaðan seinni hálfleik þar sem Norwich náði tvisvar að minnka muninn í eitt mark.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×