SUNNUDAGUR 26. MARS NÝJAST 17:45

Defoe ekki lengi ađ láta til sín taka í sigri Englands

SPORT

Sú stigahćsta rekin vegna samskiptaörđugleika

 
Körfubolti
20:54 10. MARS 2017
Tyson-Thomas leikur ekki fleiri leiki međ Njarđvík.
Tyson-Thomas leikur ekki fleiri leiki međ Njarđvík. VÍSIR/STEFÁN
Ingvi Ţór Sćmundsson skrifar

Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur hefur sagt upp samningi sínum við Carmen Tyson-Thomas.

Samskiptaörðugleikar eru ástæða uppsagnar Tyson-Thomas, eins og segir í frétt á heimasíðu Njarðvíkur.

„Ástæða uppsagnarinnar eru samskiptaörðugleikar án þess að tíunda hvað í þeim felst. Við það ástand var ekki unað og því mat körfuknattleiksdeildar UMFN að enda samstarfið,“ segir í fréttinni.

Tyson-Thomas hefur verið langbesti leikmaður Njarðvíkur í vetur og líklega besti leikmaður Domino's deildar kvenna.

Tyson-Thomas er langstigahæst í deildinni, með 36,7 stig að meðaltali í leik. Hún er með næstflest fráköst (16,5) og hæst í framlagi (40,1).

Tyson-Thomas lék níu leiki með Njarðvík í 1. deildinni í fyrra. Tímabilið þar á undan lék hún með Keflavík í Domino's deildinni.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Sú stigahćsta rekin vegna samskiptaörđugleika
Fara efst