Enski boltinn

Styttist í endurkomu Benteke

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Benteke kátur á æfingu.
Benteke kátur á æfingu. Vísir/Getty
Belgíski framherjinn Christian Benteke gæti komið við sögu hjá U-21 árs liði Aston Villa í kvöld. Þetta yrði þá fyrsti leikurinn sem hann spilar í tæplega hálft ár síðan hann sleit hásin í apríl. Framherjinn er að komast á ferðina á nýjan leik, en hann hefur æft með Villa undanfarnar þrjár vikur.

Paul Lambert, knattspyrnustjóri Villa, vonast til að Benteke verði klár í slaginn fyrir leikinn gegn Manchester City í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn.

„Hann er að skríða saman,“ sagði Lambert fyrir leikinn gegn Chelsea um liðna helgi. „Í næstu viku sjáum við hvort hann verður klár fyrir leikinn gegn Manchester City. Ég er ekki að segja að hann muni byrja leikinn eða neitt slíkt, en þetta lítur ágætlega út.“

Benteke, sem missti af HM í sumar vegna meiðslanna, kom til Villa frá Genk fyrir tímabilið 2012-13. Hann skoraði 19 deildarmörk á sinni fyrstu leiktíð hjá félaginu og átti stærstan þátt í því að Villa hélt sæti sínu í úrvalsdeildinni. Benteke hefur alls skorað 34 mörk í 67 leikjum með Villa.

Benteke sló í gegn á sínu fyrsta tímabili í enska boltanum.Vísir/Getty

Tengdar fréttir

Benteke sagður missa af HM

Christain Benteke, leikmaður Aston Villa, verður ekki með landsliði Belgíu á HM í sumar vegna alvarlegra meiðsla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×