Lífið

Styrkir sjálfsmynd ungra stúlkna

Byggir námskeiðin að hluta á bókum sínum.
Byggir námskeiðin að hluta á bókum sínum. fréttablaðið/valli
Kristín Tómasdóttir hefur undanfarið eitt og hálft ár haldið sjálfstyrkingarnámskeið fyrir stelpur á aldrinum 10-12 ára og 13-15 ára.

„Námskeiðin byggja á bókunum mínum og ég er alltaf með þrjú markmið. Kenna stelpum hvað orðið sjálfsmynd þýðir, hvernig þær geta þekkt sína sjálfsmynd og þær leiðir sem þær geta notað til þess að hafa jákvæð áhrif á eigin sjálfsmynd.“ Kristín hefur gefið út bækurnar Stelpur, Stelpur A-Ö, Stelpur geta allt og bókina Strákar ásamt Bjarna Fritzsyni.

„Ástæðan fyrir námskeiðunum er sú að mig langar til þess að breyta því að stelpur eru að mælast með lægri sjálfsmynd en þær hafa innistæðu fyrir.“ En námskeiðin hefur Kristín haldið víða um land og þeim verið vel tekið.

„Á námskeiðunum vinn ég með stelpunum í hóp. Ég notast við bækurnar mínar, verkefni og leiki.“

Kristín segir eftirspurnina vera mikla. „Það er mikil eftirspurn sem sýnir hvað það er mikil þörf og hvað foreldrar eru meðvitaður þörfina,“ segir Kristín.

Næsta sjálfstyrkingarnámskeið Kristínar er í Reykjavík miðvikudagana 10. og 17. desember og er fyrir 13-15 ára stelpur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×