Styrjaldir í tugum landa um víða veröld Guðsteinn Bjarnason skrifar 24. desember 2016 07:00 Íbúar í húsi, sem eyðilagt var í sprengjuárásum í Salaheddin-hverfinu í Aleppo, fylgdust með þegar fólk var flutt frá borginni með strætisvögnum fyrr í mánuðinum. Brottflutningnum var lokið nú á fimmtudaginn og hefur stjórnarherinn þá náð allri borginni á sitt vald. Nordicphotos/AFP Stjórnarherinn í Sýrlandi hefur náð austurhluta borgarinnar Aleppo úr höndum uppreisnarmanna eftir fjögurra ára umsátur og margra vikna herferð með sprengjuárásum. Við þetta verða ákveðin tímamót í borgarastyrjöldinni í Sýrlandi, þótt ekkert bendi til annars en að hún geti geisað áfram næstu misserin. Á þessu ári hafa hátt í 50 þúsund manns látið lífið í borgarastyrjöldinni í Sýrlandi. Tugir þúsunda hafa einnig látið lífið í Írak og Afganistan og vopnuð átök hafa kostað þúsundir manna lífið í Sómalíu, Nígeríu, Suður-Súdan, Líbíu og víðar.Vopnaðir Houthi-liðar á samkomu í höfuðborginni Sanaa í Jemen í nóvember, þar sem verið var að safna liði til baráttunnar gegn Sádi-Aröbum og stjórnarhernum. Blóðugir bardagar hafa geisað þar í landi í næstum tvö ár.Nordicphotos/AFPÞessi upptalning er engan veginn tæmandi. Stríðshörmungar eru svo víða að aðeins brot af þeim ratar í fréttir nema á nærliggjandi svæðum. Borgarastyrjöldin í Jemen hefur til dæmis kostað rúmlega þúsund manns lífið á þessu ári, til viðbótar við þau sex til sjö þúsund sem létu þar lífið á síðasta ári. Þar í landi hafa Houthi-menn barist við stjórnarherinn og Sádi-Araba í bráðum tvö ár, en fallið að verulegu leyti í skuggann af átökunum miklu í Sýrlandi og Írak.Um tuttugu stúlkur fengu frelsið í október eftir að hafa verið í haldi vígasamtakanna Boko Haram í norðaustanverðri Nígeríu í tvö og hálft ár.Nordicphotos/AFPÍ Nígeríu hafa liðsmenn vígasveita Boko Haram áfram herjað á landsmenn, þótt stjórnarhernum hafi reyndar orðið eitthvað ágengt við að þrengja að þeim. Víða eru það íslamskir öfgahópar af ýmsu tagi sem standa fyrir ófriðnum. Þetta á við um Boko Haram í Nígeríu, Íslamska ríkið svonefnda í Sýrlandi, Írak, Líbíu og víðar, talibana í Afganistan og Pakistan og ýmis afsprengi al-Kaída. Afleiðingarnar birtast svo ekki aðeins í mannfalli, eyðileggingu og sálartjóni heima fyrir heldur einnig í straumi flóttafólks sem þarf að finna sér skjól utan landsteinanna. Meira en 60 prósent íbúa Sýrlands eru flúin úr landi. Meira en 20 prósent íbúa Sómalíu og Suður-Súdans sömuleiðis. Alls eru það níu lönd sem misst hafa meira en tíu prósent íbúanna úr landi vegna hernaðarátaka af ýmsu tagi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira
Stjórnarherinn í Sýrlandi hefur náð austurhluta borgarinnar Aleppo úr höndum uppreisnarmanna eftir fjögurra ára umsátur og margra vikna herferð með sprengjuárásum. Við þetta verða ákveðin tímamót í borgarastyrjöldinni í Sýrlandi, þótt ekkert bendi til annars en að hún geti geisað áfram næstu misserin. Á þessu ári hafa hátt í 50 þúsund manns látið lífið í borgarastyrjöldinni í Sýrlandi. Tugir þúsunda hafa einnig látið lífið í Írak og Afganistan og vopnuð átök hafa kostað þúsundir manna lífið í Sómalíu, Nígeríu, Suður-Súdan, Líbíu og víðar.Vopnaðir Houthi-liðar á samkomu í höfuðborginni Sanaa í Jemen í nóvember, þar sem verið var að safna liði til baráttunnar gegn Sádi-Aröbum og stjórnarhernum. Blóðugir bardagar hafa geisað þar í landi í næstum tvö ár.Nordicphotos/AFPÞessi upptalning er engan veginn tæmandi. Stríðshörmungar eru svo víða að aðeins brot af þeim ratar í fréttir nema á nærliggjandi svæðum. Borgarastyrjöldin í Jemen hefur til dæmis kostað rúmlega þúsund manns lífið á þessu ári, til viðbótar við þau sex til sjö þúsund sem létu þar lífið á síðasta ári. Þar í landi hafa Houthi-menn barist við stjórnarherinn og Sádi-Araba í bráðum tvö ár, en fallið að verulegu leyti í skuggann af átökunum miklu í Sýrlandi og Írak.Um tuttugu stúlkur fengu frelsið í október eftir að hafa verið í haldi vígasamtakanna Boko Haram í norðaustanverðri Nígeríu í tvö og hálft ár.Nordicphotos/AFPÍ Nígeríu hafa liðsmenn vígasveita Boko Haram áfram herjað á landsmenn, þótt stjórnarhernum hafi reyndar orðið eitthvað ágengt við að þrengja að þeim. Víða eru það íslamskir öfgahópar af ýmsu tagi sem standa fyrir ófriðnum. Þetta á við um Boko Haram í Nígeríu, Íslamska ríkið svonefnda í Sýrlandi, Írak, Líbíu og víðar, talibana í Afganistan og Pakistan og ýmis afsprengi al-Kaída. Afleiðingarnar birtast svo ekki aðeins í mannfalli, eyðileggingu og sálartjóni heima fyrir heldur einnig í straumi flóttafólks sem þarf að finna sér skjól utan landsteinanna. Meira en 60 prósent íbúa Sýrlands eru flúin úr landi. Meira en 20 prósent íbúa Sómalíu og Suður-Súdans sömuleiðis. Alls eru það níu lönd sem misst hafa meira en tíu prósent íbúanna úr landi vegna hernaðarátaka af ýmsu tagi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira