Styrjaldir í tugum landa um víða veröld Guðsteinn Bjarnason skrifar 24. desember 2016 07:00 Íbúar í húsi, sem eyðilagt var í sprengjuárásum í Salaheddin-hverfinu í Aleppo, fylgdust með þegar fólk var flutt frá borginni með strætisvögnum fyrr í mánuðinum. Brottflutningnum var lokið nú á fimmtudaginn og hefur stjórnarherinn þá náð allri borginni á sitt vald. Nordicphotos/AFP Stjórnarherinn í Sýrlandi hefur náð austurhluta borgarinnar Aleppo úr höndum uppreisnarmanna eftir fjögurra ára umsátur og margra vikna herferð með sprengjuárásum. Við þetta verða ákveðin tímamót í borgarastyrjöldinni í Sýrlandi, þótt ekkert bendi til annars en að hún geti geisað áfram næstu misserin. Á þessu ári hafa hátt í 50 þúsund manns látið lífið í borgarastyrjöldinni í Sýrlandi. Tugir þúsunda hafa einnig látið lífið í Írak og Afganistan og vopnuð átök hafa kostað þúsundir manna lífið í Sómalíu, Nígeríu, Suður-Súdan, Líbíu og víðar.Vopnaðir Houthi-liðar á samkomu í höfuðborginni Sanaa í Jemen í nóvember, þar sem verið var að safna liði til baráttunnar gegn Sádi-Aröbum og stjórnarhernum. Blóðugir bardagar hafa geisað þar í landi í næstum tvö ár.Nordicphotos/AFPÞessi upptalning er engan veginn tæmandi. Stríðshörmungar eru svo víða að aðeins brot af þeim ratar í fréttir nema á nærliggjandi svæðum. Borgarastyrjöldin í Jemen hefur til dæmis kostað rúmlega þúsund manns lífið á þessu ári, til viðbótar við þau sex til sjö þúsund sem létu þar lífið á síðasta ári. Þar í landi hafa Houthi-menn barist við stjórnarherinn og Sádi-Araba í bráðum tvö ár, en fallið að verulegu leyti í skuggann af átökunum miklu í Sýrlandi og Írak.Um tuttugu stúlkur fengu frelsið í október eftir að hafa verið í haldi vígasamtakanna Boko Haram í norðaustanverðri Nígeríu í tvö og hálft ár.Nordicphotos/AFPÍ Nígeríu hafa liðsmenn vígasveita Boko Haram áfram herjað á landsmenn, þótt stjórnarhernum hafi reyndar orðið eitthvað ágengt við að þrengja að þeim. Víða eru það íslamskir öfgahópar af ýmsu tagi sem standa fyrir ófriðnum. Þetta á við um Boko Haram í Nígeríu, Íslamska ríkið svonefnda í Sýrlandi, Írak, Líbíu og víðar, talibana í Afganistan og Pakistan og ýmis afsprengi al-Kaída. Afleiðingarnar birtast svo ekki aðeins í mannfalli, eyðileggingu og sálartjóni heima fyrir heldur einnig í straumi flóttafólks sem þarf að finna sér skjól utan landsteinanna. Meira en 60 prósent íbúa Sýrlands eru flúin úr landi. Meira en 20 prósent íbúa Sómalíu og Suður-Súdans sömuleiðis. Alls eru það níu lönd sem misst hafa meira en tíu prósent íbúanna úr landi vegna hernaðarátaka af ýmsu tagi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Fleiri fréttir Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Sjá meira
Stjórnarherinn í Sýrlandi hefur náð austurhluta borgarinnar Aleppo úr höndum uppreisnarmanna eftir fjögurra ára umsátur og margra vikna herferð með sprengjuárásum. Við þetta verða ákveðin tímamót í borgarastyrjöldinni í Sýrlandi, þótt ekkert bendi til annars en að hún geti geisað áfram næstu misserin. Á þessu ári hafa hátt í 50 þúsund manns látið lífið í borgarastyrjöldinni í Sýrlandi. Tugir þúsunda hafa einnig látið lífið í Írak og Afganistan og vopnuð átök hafa kostað þúsundir manna lífið í Sómalíu, Nígeríu, Suður-Súdan, Líbíu og víðar.Vopnaðir Houthi-liðar á samkomu í höfuðborginni Sanaa í Jemen í nóvember, þar sem verið var að safna liði til baráttunnar gegn Sádi-Aröbum og stjórnarhernum. Blóðugir bardagar hafa geisað þar í landi í næstum tvö ár.Nordicphotos/AFPÞessi upptalning er engan veginn tæmandi. Stríðshörmungar eru svo víða að aðeins brot af þeim ratar í fréttir nema á nærliggjandi svæðum. Borgarastyrjöldin í Jemen hefur til dæmis kostað rúmlega þúsund manns lífið á þessu ári, til viðbótar við þau sex til sjö þúsund sem létu þar lífið á síðasta ári. Þar í landi hafa Houthi-menn barist við stjórnarherinn og Sádi-Araba í bráðum tvö ár, en fallið að verulegu leyti í skuggann af átökunum miklu í Sýrlandi og Írak.Um tuttugu stúlkur fengu frelsið í október eftir að hafa verið í haldi vígasamtakanna Boko Haram í norðaustanverðri Nígeríu í tvö og hálft ár.Nordicphotos/AFPÍ Nígeríu hafa liðsmenn vígasveita Boko Haram áfram herjað á landsmenn, þótt stjórnarhernum hafi reyndar orðið eitthvað ágengt við að þrengja að þeim. Víða eru það íslamskir öfgahópar af ýmsu tagi sem standa fyrir ófriðnum. Þetta á við um Boko Haram í Nígeríu, Íslamska ríkið svonefnda í Sýrlandi, Írak, Líbíu og víðar, talibana í Afganistan og Pakistan og ýmis afsprengi al-Kaída. Afleiðingarnar birtast svo ekki aðeins í mannfalli, eyðileggingu og sálartjóni heima fyrir heldur einnig í straumi flóttafólks sem þarf að finna sér skjól utan landsteinanna. Meira en 60 prósent íbúa Sýrlands eru flúin úr landi. Meira en 20 prósent íbúa Sómalíu og Suður-Súdans sömuleiðis. Alls eru það níu lönd sem misst hafa meira en tíu prósent íbúanna úr landi vegna hernaðarátaka af ýmsu tagi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Fleiri fréttir Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Sjá meira