Innlent

Stuðningur við ríkisstjórnina eykst

Stefán Árni Pálsson skrifar
vísir/ernir
MMR kannaði á dögunum fylgi stjórnmálaflokka og stuðningi við ríkisstjórnina en stuðningur við ríkisstjórnina mældist nú 36,4% en mældist 33,0% í síðustu mælingu.

Könnunin var framkvæmd dagana 21. til 25. nóvember 2014 og var heildarfjöldi svarenda 1042 einstaklingar, 18 ára og eldri.

Könnunin var framkvæmd dagana 21. til 25. nóvember 2014.
Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 25,4%, borið saman við 23,6% í síðustu könnun. Fylgi Samfylkingarinnar breytist lítið og mældist nú 16,5%, borið saman við 16,1% í síðustu könnun.

Fylgi Bjartrar framtíðar hækkar nokkuð en mældist nú 15,5%, borið saman við 18,6% í síðustu könnun. Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 11,8%, borið saman við 12,3% í síðustu könnun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×