Stuðningur við bændur skilað lægsta matvöruverði á Norðurlöndum Heimir Már Pétursson skrifar 24. febrúar 2016 19:15 Sigurður Ingi Jóhannsson, landbúnaðarráðherra vísir/ernir Landbúnaðarráðherra segir stuðning við bændur hafa komið íslenskum neytendum til góða og skilað lægsta matvöruverði á Norðurlöndunum. Nýr búvörusamningur miði meðal annars að því að afnema kvótakerfi í landbúnaði og auðvelda nýliðun. Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar hóf sérstaka umræðu um nýjan búvörusamning á Alþingi í dag. Í 140 milljarða samningi væri illa farið með tækifæri til framfara í landbúnaði. „Þar sem að mestu leyti er framlengd úrelt niðurgreiðslupólitík. Sú pólitík skilar hvorki bændum né neytendum í landinu árangri,“ sagði Helgi. Kostnaðurinn fari fyrst og fremst í milliliði og það sé gagnrýnivert að samningurinn bindi hendur Alþingis í tíu ár. Vinda þurfi hraðar ofan af kvótakerfi í landbúnaði sem geri ungum bændum erfitt fyrir að hasla sér völl í greininni og leggi þungar byrðar á búin. Ýmis kostnaður í landbúnaðinum leiði af einokun og fákeppni. Helgi segir um 100 milljónir fara samkvæmt samningum til meðal mjólkurbús á tíu árum. „Ég er sannfærður um það að við gætum notað þá fjármuni miklu betur fyrir bændur og fyrir neytendur. Vegna þess að þessar 100 milljónir eru ekki að fara til bænda. Þær eru að fara í kvótakaup, þær eru að fara í óhóflegan vaxtakostnað, þær eru að fara í dýra úrvinnslu og þær eru að fara í fákeppni á matvörumarkaði,“ sagði Helgi. Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra sagði meira samráð hafa verið haft um þennan samning en fyrri búvörusamninga. Mikilsverð stefnubreyting felist í því að hverfa frá kvótakerfi í landbúnaði á samningstímanum og eðlilegt að gefa bændum tíma til þess. Þá sagði ráðherra löggjafann hafa settt auknar kröfur um verndun og aðbúnað dýra sem feli í sér stofnkostnað hjá bændum. Stuðningur við bændur hafi minnkað úr 5% af landsframleiðslu árið 1986 í 1,1 prósent árið 2014. „Og svo er spurt; hefur þessi stuðningur verið góður? Já hann hefur verið góður. Hann hefur komið neytendum verulega til góða. Í EuroStat í desember 2015 var matarverð á Íslandi það lægsta á Norðurlöndunum. Þannig að þetta hefur gengið eftir,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson. Búvörusamningar Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Landbúnaðarráðherra segir stuðning við bændur hafa komið íslenskum neytendum til góða og skilað lægsta matvöruverði á Norðurlöndunum. Nýr búvörusamningur miði meðal annars að því að afnema kvótakerfi í landbúnaði og auðvelda nýliðun. Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar hóf sérstaka umræðu um nýjan búvörusamning á Alþingi í dag. Í 140 milljarða samningi væri illa farið með tækifæri til framfara í landbúnaði. „Þar sem að mestu leyti er framlengd úrelt niðurgreiðslupólitík. Sú pólitík skilar hvorki bændum né neytendum í landinu árangri,“ sagði Helgi. Kostnaðurinn fari fyrst og fremst í milliliði og það sé gagnrýnivert að samningurinn bindi hendur Alþingis í tíu ár. Vinda þurfi hraðar ofan af kvótakerfi í landbúnaði sem geri ungum bændum erfitt fyrir að hasla sér völl í greininni og leggi þungar byrðar á búin. Ýmis kostnaður í landbúnaðinum leiði af einokun og fákeppni. Helgi segir um 100 milljónir fara samkvæmt samningum til meðal mjólkurbús á tíu árum. „Ég er sannfærður um það að við gætum notað þá fjármuni miklu betur fyrir bændur og fyrir neytendur. Vegna þess að þessar 100 milljónir eru ekki að fara til bænda. Þær eru að fara í kvótakaup, þær eru að fara í óhóflegan vaxtakostnað, þær eru að fara í dýra úrvinnslu og þær eru að fara í fákeppni á matvörumarkaði,“ sagði Helgi. Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra sagði meira samráð hafa verið haft um þennan samning en fyrri búvörusamninga. Mikilsverð stefnubreyting felist í því að hverfa frá kvótakerfi í landbúnaði á samningstímanum og eðlilegt að gefa bændum tíma til þess. Þá sagði ráðherra löggjafann hafa settt auknar kröfur um verndun og aðbúnað dýra sem feli í sér stofnkostnað hjá bændum. Stuðningur við bændur hafi minnkað úr 5% af landsframleiðslu árið 1986 í 1,1 prósent árið 2014. „Og svo er spurt; hefur þessi stuðningur verið góður? Já hann hefur verið góður. Hann hefur komið neytendum verulega til góða. Í EuroStat í desember 2015 var matarverð á Íslandi það lægsta á Norðurlöndunum. Þannig að þetta hefur gengið eftir,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson.
Búvörusamningar Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent