Fótbolti

Stuðningsmenn Jóns Daða og félaga réðust á lögregluna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. vísir/getty
Þýsk lögregluyfirvöld eru að rannsaka árás sem var gerð á lögregluna á aðallestarstöðinni í Köln í gær, en út brutust miklar óeirðir.

Talsmaður lögreglunnar segir að stuðningsmenn FC Kaiserslautern, liðs Jóns Daða Böðvarssonar í þýsku B-deildinni, hafi hent slökkviliðstækjum og málmstöngum í átt að lögreglumönnum.

Járnbrautar-umferðin var stöðvuð á meðan, en talið er að tveir af lögreglumönnunum hafi meiðst í þessum átökum.

Stuðningsmenn Kaiserslautern voru að ferðast heim frá Dusseldorf þar sem Kaiserslautern tapaði 4-3 í markaleik, en talið er að margir stuðningsmannana hafa verið vel drukknir.

Lögreglan er nú að óska eftir að myndböndum frá átakastaðnum, en á nýársdag brutust einnig út mikil ofbeldi á þessum sama stað þegar hópur karlmanna réðst á konur á lestarstöðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×