Sport

Stuðningsmenn Íslands geta sleikt sólina í París

Bjarki Ármannsson skrifar
Von er á hlýju og sólríku veðri í frönsku höfuðborginni í dag.
Von er á hlýju og sólríku veðri í frönsku höfuðborginni í dag. Vísir/EPA
Von er á sólríku og hlýju í veðri í Parísarborg í dag, þar sem Íslendingar mæta Austurríkismönnum í lokaumferð F-riðils á Evrópumeistaramóti karla í knattspyrnu í dag.

Samkvæmt spá norsku veðurstofunnar má gera ráð fyrir um það bil 24 stiga hita eftir hádegi í dag og litlum sem engum vindi. Hitinn mun svo fara upp í um 29 stig í kvöld á meðan leik stendur, en hann hefst klukkan 18:00 að staðartíma.

Íslenskir stuðningsmenn sem ætla sér á völlinn í París í dag geta þannig verið kátir með spána en þó er alltaf sniðugt að muna eftir sólarvörn og því að drekka nóg af vatni yfir daginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×