Straumhvörf í stéttabaráttu Andrea J. Ólafsdóttir skrifar 18. febrúar 2012 06:00 Nú hafa Hagsmunasamtök heimilanna (HH) talað fyrir réttlætiskröfum um almennar leiðréttingar á höfuðstól lána og afnám verðtryggingar í rúm þrjú ár. Þó að stjórnvöld hafi ekki enn orðið við meginkröfum samtakanna njóta þær fylgis 80% þjóðarinnar samkvæmt skoðanakönnunum. Þá hafa um 37.500 undirskriftir safnast kröfunum til stuðnings og ætla samtökin að afhenda þær forseta Íslands, sem er samkvæmt stjórnarskránni hluti af stjórnvöldum landsins. ASÍ fulltrúi atvinnurekenda eða launþega?Barátta HH hefur snúist um kjarabaráttu sem verkalýðshreyfingin hefur ekki viljað taka þátt í, nema með örfáum undantekningum. Sjálfsagt hefðu samtökin aldrei orðið til ef forseti ASÍ hefði ekki lagst gegn frystingu vísitölunnar haustið 2008. Forseti ASÍ er ekki kjörinn í allsherjarkosningu heldur hafa fulltrúar, handgengnir forystunni, atkvæðisrétt. Þá hefur ASÍ lagst gegn því að stjórnir lífeyrissjóða verði kosnar beint af sjóðsfélögum. Eins hefur ASÍ viljað halda fulltrúum Samtaka atvinnurekenda í stjórnum sjóðanna. Afstaða ASÍ er óskiljanleg. Þangað til við komum að þversögn verkalýðshreyfingarinnar. Herdís Dröfn Baldvinsdóttir hefur gert doktorsverkefni um tengsl og samgróna innviði íslenska fjármálageirans og verkalýðssamtaka. Hún vill meina að fjármálaleg og raunverulega pólitísk völd hafi færst í ríkari mæli í hendur ASÍ og VSÍ og sameiginlega hafa þessi samtök verið ríkjandi í hagstjórn Íslands síðastliðinn áratug. Aðalleiðtogar ASÍ hafa myndað náin fjárhagsleg tengsl við fulltrúa atvinnurekanda innan stjórna almenna lífeyrissjóðskerfisins og ýmissa einkafyrirtækja. Sú þversögn virðist hafa myndast að ASÍ sé orðið mun sterkara félag fyrir atvinnurekendur en fyrir félagsmenn sína. Straumhvörf í kjarabaráttu?Ingólfur H. Ingólfsson félagsfræðingur hefur skrifað um hvernig hinn almenni launamaður skuldar nú lánardrottni sínum að meðaltali tvöfaldar til þrefaldar árstekjur sínar og að vaxtakjör séu farin að skipta meira eða jafnmiklu máli og launakjör. Hann vakti athygli á því að það þyrfti stéttarsamtök skuldara rétt eins og stéttarsamtök launþega. HH eru vísir að „stéttarsamtökum skuldara“ þó þau hafi ekki enn haft aðkomu að kjaraviðræðum, aðra en þá að skrifa forystu ASÍ og verkalýðsfélaganna hvatningu í síðustu kjaraviðræðum sem gekk út á það að huga að lánakjörum, almennum leiðréttingum og afnámi verðtryggingar – en við litlar undirtektir. Stjórn HH hefur hug á að bjóða verkalýðsfélögum að ganga til liðs við HH og mynda saman ný regnhlífarsamtök verkalýðsfélaga sem ekki myndu skilja lánakjör útundan í baráttunni fyrir bættum hag félagsmanna. Þak yfir höfuðið er vissulega einn mikilvægasti þáttur í lífi hvers manns og telst til mannréttinda og því ekki úr vegi að leggja mikla áherslu á að það fáist á viðráðanlegu verði – en ekki þeim okurlánum sem hér hafa tíðkast. Stjórn HH ætlar sér að leggja könnun fyrir félagsmenn þar sem m.a. verður spurt út í afstöðu félagsmanna til framtíðar samtakanna. Um leið og félagsmenn eru hvattir til að taka þátt í könnuninni segjum við umræðuna um stétta- og kjarabaráttu 21. aldarinnar hafna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Stjórnmálin verða að virka Bjarni Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú hafa Hagsmunasamtök heimilanna (HH) talað fyrir réttlætiskröfum um almennar leiðréttingar á höfuðstól lána og afnám verðtryggingar í rúm þrjú ár. Þó að stjórnvöld hafi ekki enn orðið við meginkröfum samtakanna njóta þær fylgis 80% þjóðarinnar samkvæmt skoðanakönnunum. Þá hafa um 37.500 undirskriftir safnast kröfunum til stuðnings og ætla samtökin að afhenda þær forseta Íslands, sem er samkvæmt stjórnarskránni hluti af stjórnvöldum landsins. ASÍ fulltrúi atvinnurekenda eða launþega?Barátta HH hefur snúist um kjarabaráttu sem verkalýðshreyfingin hefur ekki viljað taka þátt í, nema með örfáum undantekningum. Sjálfsagt hefðu samtökin aldrei orðið til ef forseti ASÍ hefði ekki lagst gegn frystingu vísitölunnar haustið 2008. Forseti ASÍ er ekki kjörinn í allsherjarkosningu heldur hafa fulltrúar, handgengnir forystunni, atkvæðisrétt. Þá hefur ASÍ lagst gegn því að stjórnir lífeyrissjóða verði kosnar beint af sjóðsfélögum. Eins hefur ASÍ viljað halda fulltrúum Samtaka atvinnurekenda í stjórnum sjóðanna. Afstaða ASÍ er óskiljanleg. Þangað til við komum að þversögn verkalýðshreyfingarinnar. Herdís Dröfn Baldvinsdóttir hefur gert doktorsverkefni um tengsl og samgróna innviði íslenska fjármálageirans og verkalýðssamtaka. Hún vill meina að fjármálaleg og raunverulega pólitísk völd hafi færst í ríkari mæli í hendur ASÍ og VSÍ og sameiginlega hafa þessi samtök verið ríkjandi í hagstjórn Íslands síðastliðinn áratug. Aðalleiðtogar ASÍ hafa myndað náin fjárhagsleg tengsl við fulltrúa atvinnurekanda innan stjórna almenna lífeyrissjóðskerfisins og ýmissa einkafyrirtækja. Sú þversögn virðist hafa myndast að ASÍ sé orðið mun sterkara félag fyrir atvinnurekendur en fyrir félagsmenn sína. Straumhvörf í kjarabaráttu?Ingólfur H. Ingólfsson félagsfræðingur hefur skrifað um hvernig hinn almenni launamaður skuldar nú lánardrottni sínum að meðaltali tvöfaldar til þrefaldar árstekjur sínar og að vaxtakjör séu farin að skipta meira eða jafnmiklu máli og launakjör. Hann vakti athygli á því að það þyrfti stéttarsamtök skuldara rétt eins og stéttarsamtök launþega. HH eru vísir að „stéttarsamtökum skuldara“ þó þau hafi ekki enn haft aðkomu að kjaraviðræðum, aðra en þá að skrifa forystu ASÍ og verkalýðsfélaganna hvatningu í síðustu kjaraviðræðum sem gekk út á það að huga að lánakjörum, almennum leiðréttingum og afnámi verðtryggingar – en við litlar undirtektir. Stjórn HH hefur hug á að bjóða verkalýðsfélögum að ganga til liðs við HH og mynda saman ný regnhlífarsamtök verkalýðsfélaga sem ekki myndu skilja lánakjör útundan í baráttunni fyrir bættum hag félagsmanna. Þak yfir höfuðið er vissulega einn mikilvægasti þáttur í lífi hvers manns og telst til mannréttinda og því ekki úr vegi að leggja mikla áherslu á að það fáist á viðráðanlegu verði – en ekki þeim okurlánum sem hér hafa tíðkast. Stjórn HH ætlar sér að leggja könnun fyrir félagsmenn þar sem m.a. verður spurt út í afstöðu félagsmanna til framtíðar samtakanna. Um leið og félagsmenn eru hvattir til að taka þátt í könnuninni segjum við umræðuna um stétta- og kjarabaráttu 21. aldarinnar hafna.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun