Innlent

Strandveiðar stöðvaðar á svæði C

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá höfninni á Kópaskeri.
Frá höfninni á Kópaskeri. Vísir/Pjetur
Strandveiði hefur verið stöðvuð á Svæði C frá og með 30. júlí. Síðasti veiðidagurinn verður því þriðjudagurinn 29. júlí. Veiðisvæði C nær frá Þingeyjarsveit til Djúpavogshrepps.

Leyfilegur heildarafli svæðisins í júlí 611 tonn.

Síðasti veiðidagur á svæði A var þriðjudagurinn 15. júlí og síðasti dagurinn á svæði B var fimmtudagurinn 17. júlí.

Veiðar hafa ekki verið stöðvaðar á svæði D, sem nær frá Sveitarfélaginu Hornafirði til Borgarbyggðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×