Innlent

Strandasól búin að reisa nýtt hús

Jón Guðbjörn Guðjónsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Húsið var keypt frá Hýsi-Merkúr ásamt öllu efni.
Húsið var keypt frá Hýsi-Merkúr ásamt öllu efni. Vísir/Jón Guðbjörn Guðjónsson
Björgunarsveitin Strandasól byrjaði að reisa stálgrindina að nýju húsi félagsins í byrjun síðasta mánaðar. Byrjað var að reisa stálbita í byrjun september og var verkið unnið í áföngum á milli heimasmalana og leita. Húsið var svo klætt, hurðir settar á og þvínæst húsinu lokað áður en september var á enda.

Nýja húsið er 150 fermetrar að stærð en björgunarsveitin Strandasól, sem stofnuð var af nokkrum bændum í Árneshreppi, fagnar 40 ára afmæli sínu á árinu. Það hefur verið kappsmál hjá sveitinni að geta haft allan sinn búnað á einum stað og framundan er vinna við húsið að innan.

Ingvar Bjarnason, formaður Strandasólar, þakkar öllum sem lagt hafa hönd á plóg við að koma stálgrindarhúsinu upp, bæði heimafólki og aðkomufólki.

Húsið klárt að utan.Vísir/Jón Guðbjörn Guðjónsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×