Strætó fær tuttugu nýja strætisvagna Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 28. október 2014 07:00 Hluti biðskýla Reykjavíkurborgar er gamall og verður væntanlega skipt út á næstunni. Það vantar hins vegar biðskýli á 170 biðstöðvar á höfuðborgarsvæðinu. Fréttablaðið/GVA „Þetta helst í hendur, bætt þjónusta og fjölgun farþega. Farþegum hefur fjölgað mikið síðustu misseri og því eðlilegt að halda áfram að bæta þjónustuna,“ segir Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, verkefnastjóri hjá Strætó. Frá því í fyrra hefur strætisvagnafarþegum fjölgað um 5,1 prósent. Gert er ráð fyrir að heildarfjöldi farþega í Strætó bs. í ár nemi um 10 milljónum og að farþegarnir verði hátt í 11 milljónir á næsta ári. Á nýju ári verða verulegar breytingar á ferðatíðni hjá Strætó og 20 nýir strætisvagnar bætast í flotann. Hver nýr vagn kostar að meðaltali 35 milljónir með virðisaukaskatti. Það kostar Strætó því um 700 milljónir króna að kaupa nýju vagnana.Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir.„Nýju vagnarnir eru EUR06 sem þýðir að þeir eru umhverfisvænstu vagnarnir sem eru á markaðnum í dag,“ segir Guðrún. Vögnunum fjölgar raunar ekki um 20 við kaupin því 14 gömlum strætisvögnum verður lagt svo strætisvagnaflotinn á höfuðborgarsvæðinu stækkar um sex. Ný tímaáætlun hjá strætó á höfuðborgarsvæðinu tekur gildi 4. janúar. Eftir þann tíma hefst akstur á sunnudagsmorgnum klukkan 9.30, eða tveimur tímum fyrr en verið hefur undanfarin misseri. Önnur stór breyting er að ferðatíðni á mörgum leiðum eykst. Strætisvagnar koma til með að aka á 15 mínútuna fresti í Grafarholti, Kópavogi, Árbæ, Norðlingaholti og við HR. Auk þess verða strætisvagnasamgöngur bættar við Landspítalann í Fossvogi og Háskóla Íslands. Með þessu verða öll helstu hverfi á höfuðborgarsvæðinu komin með 15 mínútna tíðni á annatíma kvölds og morgna. Jafnframt eru fyrirhugaðar minni háttar breytingar á einstökum leiðum og tímaáætlunum nokkurra leiða. Í Reykjavík eru 540 biðstöðvar fyrir strætó. Á 370 þeirra eru biðskýli og á Reykjavíkurborg og rekur um 230 skýli, en AFA JCDecaux á Íslandi á og sér um rekstur og viðhald um 140 strætóskýla í Reykjavík samkvæmt sérstökum samningi. Biðstöðvar án biðskýlis eru um 170 talsins. Hluti þeirra biðskýla sem Reykjavíkurborg á er kominn til ára sinna. Þetta eru gráu skýlin sem lokuð eru á þrjá vegu. Starfshópur á vegum Reykjavíkurborgar vinnur að því að greina núverandi stöðu og koma með tillögur um úrbætur á biðstöðvum strætó í Reykjavík. Megináhersla er lögð á úrbætur á biðstöðvum án skýlis. Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
„Þetta helst í hendur, bætt þjónusta og fjölgun farþega. Farþegum hefur fjölgað mikið síðustu misseri og því eðlilegt að halda áfram að bæta þjónustuna,“ segir Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, verkefnastjóri hjá Strætó. Frá því í fyrra hefur strætisvagnafarþegum fjölgað um 5,1 prósent. Gert er ráð fyrir að heildarfjöldi farþega í Strætó bs. í ár nemi um 10 milljónum og að farþegarnir verði hátt í 11 milljónir á næsta ári. Á nýju ári verða verulegar breytingar á ferðatíðni hjá Strætó og 20 nýir strætisvagnar bætast í flotann. Hver nýr vagn kostar að meðaltali 35 milljónir með virðisaukaskatti. Það kostar Strætó því um 700 milljónir króna að kaupa nýju vagnana.Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir.„Nýju vagnarnir eru EUR06 sem þýðir að þeir eru umhverfisvænstu vagnarnir sem eru á markaðnum í dag,“ segir Guðrún. Vögnunum fjölgar raunar ekki um 20 við kaupin því 14 gömlum strætisvögnum verður lagt svo strætisvagnaflotinn á höfuðborgarsvæðinu stækkar um sex. Ný tímaáætlun hjá strætó á höfuðborgarsvæðinu tekur gildi 4. janúar. Eftir þann tíma hefst akstur á sunnudagsmorgnum klukkan 9.30, eða tveimur tímum fyrr en verið hefur undanfarin misseri. Önnur stór breyting er að ferðatíðni á mörgum leiðum eykst. Strætisvagnar koma til með að aka á 15 mínútuna fresti í Grafarholti, Kópavogi, Árbæ, Norðlingaholti og við HR. Auk þess verða strætisvagnasamgöngur bættar við Landspítalann í Fossvogi og Háskóla Íslands. Með þessu verða öll helstu hverfi á höfuðborgarsvæðinu komin með 15 mínútna tíðni á annatíma kvölds og morgna. Jafnframt eru fyrirhugaðar minni háttar breytingar á einstökum leiðum og tímaáætlunum nokkurra leiða. Í Reykjavík eru 540 biðstöðvar fyrir strætó. Á 370 þeirra eru biðskýli og á Reykjavíkurborg og rekur um 230 skýli, en AFA JCDecaux á Íslandi á og sér um rekstur og viðhald um 140 strætóskýla í Reykjavík samkvæmt sérstökum samningi. Biðstöðvar án biðskýlis eru um 170 talsins. Hluti þeirra biðskýla sem Reykjavíkurborg á er kominn til ára sinna. Þetta eru gráu skýlin sem lokuð eru á þrjá vegu. Starfshópur á vegum Reykjavíkurborgar vinnur að því að greina núverandi stöðu og koma með tillögur um úrbætur á biðstöðvum strætó í Reykjavík. Megináhersla er lögð á úrbætur á biðstöðvum án skýlis.
Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent