Sport

Story ökklabrotnaði í sigrinum á Gunnari Nelson

Tómas Þór Þóraðrson skrifar
Rick Story fór illa með Gunnar Nelson í Stokkhólmi á laugardaginn var.
Rick Story fór illa með Gunnar Nelson í Stokkhólmi á laugardaginn var. vísir/getty
Bandaríkjamaðurinn Rick Story, sem varð fyrstur manna að leggja GunnarNelson að velli í búrinu í Stokkhólmi á laugardaginn var, segist hafa ökklabrotnað í bardaganum.

Hann birtir röntgenmynd af ökklanum á Twitter-síðu sinni og segir þetta hafa komið fyrir í annarri lotu, en hann fór í myndatökuna í gær. Upphaflega var talið að um brákað bein væri að ræða, en meiðslin virðast alvarlegri en það.

Story segir við MMA-vefinn MMAfighting.com að óvíst er hvort hann þurfi að fara í aðgerð vegna brotsins.

Bandaríkjamaðurinn segir enn fremur að hann hafi fundið fyrir meiðslunum í bardaganum en ekki vitað hversu alvarleg þau væru á meðan á honum stóð.

Sigur Story á Gunnari var nokkuð glæsilegur, en hann varðist nær öllum fellutilraunum Gunnars sem er nokkuð merkilegt í ljósi meiðslanna.

Story vann að lokum á stigum, en tveir dómarar úrskurðuðu honum sigur á móti einum sem vildi meina að Gunnar hafði betur.

MMA

Tengdar fréttir

Gunnar tapaði á stigum

Gunnar Nelson tapaði sínum fyrsta bardaga í blönduðum bardagalistum á stigum gegn Rick Story.

Ótrúlegur ferill Gunnars Nelson

Augu Íslands verða á Stokkhólmi annað kvöld þar sem okkar maður stígur í búrið og mætir Bandaríkjamanninum Rick Story.

Gunnar á leið í sneiðmyndatöku

Haraldur Nelson faðir Gunnars Nelson var í viðtali á Bylgjunni strax eftir tap Gunnars gegn Rick Story í UFC í Stokkhólmi í kvöld.

Story: Vildi ekki hlaupa inn í eldinn með Gunnari

Það var mjög sérstakt að sjá Rick Story á blaðamannafundinum eftir bardagann við Gunnar Nelson. Þar fór ekki maður sem leit út fyrir að hafa lagt andstæðing sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×