Erlent

Stórt eldgos hafið á Papúa Nýju Gíneu

ingvar haraldsson skrifar
mynd/twitter
Stórt eldgos er hafið á eyjunni Nýja Austur-Bretlandi á Papúa Nýju Gíneu. Íbúar óttast um öryggi sitt en nærliggjandi byggðir hafa verið rýmdar. Íbúar í bænum Rabaul sem er nálægt eldgosinu hafa verið beðnir um að halda sig innandyra.

Talið er hætt á að öskuský frá gosinu gæti haft áhrif á flugsamgöngur til og frá Ástralíu. Öskuský hefur þegar náð í fimmtíu þúsund feta hæð sem er sú hæð sem farþegaflugvélar ferðast í.

mynd/twitter
mynd/twitter



Fleiri fréttir

Sjá meira


×