SUNNUDAGUR 26. MARS NÝJAST 06:28

Sebastian Vettel vann í Ástralíu

SPORT

Stórsigur hjá strákunum hans Neville | Birkir og Ragnar í tapliđum

 
Fótbolti
22:00 18. FEBRÚAR 2016
Birkir Bjarnason var í byrjunarliđinu í kvöld
Birkir Bjarnason var í byrjunarliđinu í kvöld VÍSIR/GETTY

Fyrri leikjunum í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar lauk í kvöld þar sem tveir Íslendingar voru í byrjunarliðum og þurftu báðir að sætta sig við tap með sínum liðum.

Birkir Bjarnason var í byrjunarliði Basel á móti Saint-Étienne, en svissnesku meistararnir lentu 2-0 undir. Þeir jöfnuðu leikinn í 2-2 en fengu svo á sig sigurmark, 3-2. Ragnar Sigurðsson stóð vaktina í vörn rússneska liðsins Krasnodar sem tapaði 1-0 á útivelli gegn Sparta Prag, en Ragnar og félagar eru ekki búnir að keppa mótsleik í margar vikur.

Eiður Smári Guðjohnsen var ekki í leikmannahópi Molde sem steinlá í Sevilla og Alfreð Finnbogason mátti ekki spila með Augsburg á móti Liverpool.

Gary Neville gat loks brosað sem þjálfari Valencia, en hans menn unnu 6-0 stórsigur á Rapid Vín frá Austurríki á Mestalla-vellinum í Valencia.

Hér að neðan má sjá úrslit kvöldsins og markaskorara:

Fiorentina - Tottenham 1-1
1-0 Nacer Chadli (37., víti), 1-1 Federico Bernardeschi (59.).

Dortmund - Porto 2-0
1-0 Lukasz Piszczek (6.), 2- 0 Marco Reus (71.).

Anderlecht - Olympiacos 1-0
1-0 Kara Mbodji (68.).

Midtjylland - Man. Utd 2-1
0-1 Memphis Depay (37.), 1-1 Pione Sisto (44.), 2-1 Paul Onuachu (77.)

Sevilla - Molde 3-0
1-0 Fernando Llorente (35.), 2-0 Fernando Llorente (49.), 3-0 Kevin Gameiro (72.).

Villareal - Napoli 1-0
1-0 Denis Suárez (82.).

Saint-Étienne - Basel 3-2
1-0 Bayal Sall (9.), 2-0 Kévin Monnet-Paquet (39.), 2-1 Walter Samuel (44.), 2-2 Marc Janko (56. víti), 3-2 Jean-Christophe Bahebeck (77.).

Valencia - Rapid Vín 5-0
1-0 Santi Mina (4.), 2-0 Daniel Parejo (10.), 3-0 Santi Mina (25.), 4-0 Álvaro Negredo (29.), 5-0 André Gomes (35.), 6-0 Rodrigo (90.)

Augsburg - Liverpool 0-0

Sparta Prag - Krasnodar 1-0
1-0 Lukas Julis (64.).

Galatasaray - Lazio  1-1
1-0 Sabri Arioglu (12.), 1-1 Sergej Milinkovic-Savic (21.).

Sion - Braga 1-2
0-1 Nikola Stojiljkovic (13.), 1-1 Pape Moussa Konaté (53.), 1-2 Rafa (61.).

Shakhtar Donetsk - Schalke 04 0-0

Marseille - Athletic Bilbao 0-1
0-1 Aritz Aduriz (54.).

Sporting - Leverkusen 0-1
0-1 Karim Bellarabi (26.).


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Stórsigur hjá strákunum hans Neville | Birkir og Ragnar í tapliđum
Fara efst