Erlent

Stór jarðskjálfti í Kaliforníu

Samúel Karl Ólason skrifar
Fjölmörg hús skemmdust í skjálftanum.
Fjölmörg hús skemmdust í skjálftanum. Vísir/AP
Stór jarðskjálfti varð rétt sunnan af Napa í Kaliforníu á vesturströnd Bandaríkjanna fyrr í dag. Skjálftinn var 6,0 stig að stærð. Byggingar skemmdust, eldar kviknuðu og rafmagn fór af heimilum. Fjöldi íbúa hlupu út úr heimilum sínum út í nóttina.

Samkvæmt AP fréttaveitunni hafa tveir slasast alvarlega og starfsmenn sjúkrahúsa hafa í nógu að snúast við meðhöndlun smávægilegra meiðsla.

Slökkviliðsmenn hafa þurft að kljást við sex stóra elda, þar af fjóra sem kviknuðu í hjólhýsum. Þar að auki kviknuðu fjölmargir smærri eldar, en brotnar vatnslagnir hafa gert slökkvistarfið erfitt.

Jarðskjálftinn varð skömmu fyrir hálf fjögur í nótt að staðartíma og er sagður sá stærsti sem hafi skollið á í Kaliforníu frá 1989. Skjálftinn varð á um tíu kílómetra dýpi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×