Viðskipti innlent

Stofnar ráðgjafafyrirtæki í mannauðsmálum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hanna Guðlaugsdóttir er stofnandi Pro Talent Ráðgjafar.
Hanna Guðlaugsdóttir er stofnandi Pro Talent Ráðgjafar.
Nýtt fyrirtæki hefur bæst við ráðgjafarflóruna en Hanna Guðlaugsdóttir, sérfræðingur í mannauðsmálum hefur stofnað fyrirtækið Pro Talent Ráðgjöf.

Fyrirtækið sérhæfir sig í innleiðingu á stefnu í mannauðsmálum, greiningu á helstu mannauðsferlum, mælingum á mannauðsvirkni, fræðslu og þarfagreiningu auk stuðnings við stjórnenda- og starfsmannaheildir.

Í tilkynningu vegna stofnunar nýja fyrirtækisins segir að með breyttum áherslum í rekstri undanfarinna ára, geri stjórnendur sér æ betur grein fyrir mikilvægi mannauðs síns og hafa í auknum mæli lagt sig fram við að styrkja og hvetja starfsheildir sínar áfram til aukinnar framleiðni og jákvæðrar fyrirtækjamenningar.

Hanna hefur starfað sem stjórnandi og ráðgjafi síðustu 11 árin og komið að öllum flötum mannauðsfræðinnar með stórum og smáum fyrirtækjum. Hún hefur auk þess leiðbeint og stýrt námskeiðum fyrir starfsmenn og stjórnendur fjölda fyrirtækja. Hanna er með viðskiptagráðu frá Háskólanum í Reykjavík og með meistaragráðu úr mannauðsstjórnun frá University of Surrey í Bretlandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×