Innlent

Stofn landsels hefur hríðfallið

Svavar Hávarðsson skrifar
Selveiðar eru litlar á Íslandi og skýra ekki fækkun í stofninum.
Selveiðar eru litlar á Íslandi og skýra ekki fækkun í stofninum. Vísir/Vilhelm
Talning landsela á nokkrum helstu látrum landsins gefur vísbendingu um að fækkað hafi í landselsstofninum hér við land um 30% árlega á tímabilinu 2011-2014, segir í frétt frá Veiðimálastofnun.

Árið 2011 fór síðast fram mat á stofnstærð landsels og taldist hann þá 11-12 þúsund dýr. Þessar vísbendingar koma fram þrátt fyrir að talið sé að veiðar á landsel séu ekki miklar á Íslandi. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um niðurstöður talninga á landsel árið 2014.

Höfundar skýrslunnar telja að í ljósi vísbendinga um öra fækkun á landsel sé mikilvægt að fylgjast mun betur með þróuninni en gert hefur verið á síðustu árum. Landselir voru taldir á nokkrum helstu landselslátrum landsins í júlí, ágúst og september 2014 á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Einnig var flogið yfir Vatnsnes með þyrlu Landhelgisgæslunnar og landselir taldir af stafrænum myndum.

Verkefnið var styrkt af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og unnið í samstarfi Veiðimálastofnunar, Selaseturs Íslands, Varar sjávarrannsóknarseturs og Svarma ehf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×