Stöðvaði verkfallsbrot í MR Jón Júlíus Karlsson skrifar 25. mars 2014 20:55 Meiri bjartsýni ríkir um að það takist að binda enda á verkfall framhaldsskólakennara sem hefur staðið í viku. Tilkynnt var um verkfallsbrot í Menntaskólanum í Reykjavík í dag. Framhaldsskólakennarar lögðu niður störf fyrir viku og hafa viðræður milli samninganefndar framhaldsskólakennara og samninganefndar ríkisins litlu skilað. Viðræður hafa gengið fremur illa síðustu daga en meiri bjartsýni gætti á milli viðsemjenda í dag. Undanfarnir tveir dagar hafa verið nýttir til að fara yfir veigaminni mál til að koma skrið á viðræðurnar. Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður samninganefndar framhaldsskólakennara, segir fjölmörg stór mál enn óljós og óskaði í dag eftir nýju launahækkunartilboði frá samninganefnd ríkisins. „Það bar mikið á milli um síðustu helgi og nú þurfum við að heyra svörin. Þá getum við metið stöðuna og séð hvort við séum að færast nær því að ná samkomulagi. Ég vona að svörin verði þannig að við séum nær því að ná kjarasamningnum,“ segir Aðalheiður.Rektor stöðvaði ólöglega kennslu Um tíu nemendur komu saman í kennslustofu skólans í dag og fengu þar kennslu í ritlist frá fyrrum nemanda skólans. Kennslustundin hafði aðeins staðið í um 30 mínútur þegar ábending barst um verkfallsbrot og stöðvaði rektor skólans kennslustundina. Námfúsir MR-ingar eru ósáttir. „Ég tel þetta ekki vera verkfallsbrot,“ segir Kjartan Magnússon, nemandi í fimmta bekk MR. „Kennarar verða að spyrja sig á hverjum verkfallið bitnar. Það bitnar á okkur nemendum og engum öðrum. Ríkið sparar sér peninga á þessu og það er mín tilfinning að samfélagið beri litla sem enga samúð með kennurum.“ Nánar í myndbandinu hér að ofan. Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Meiri bjartsýni ríkir um að það takist að binda enda á verkfall framhaldsskólakennara sem hefur staðið í viku. Tilkynnt var um verkfallsbrot í Menntaskólanum í Reykjavík í dag. Framhaldsskólakennarar lögðu niður störf fyrir viku og hafa viðræður milli samninganefndar framhaldsskólakennara og samninganefndar ríkisins litlu skilað. Viðræður hafa gengið fremur illa síðustu daga en meiri bjartsýni gætti á milli viðsemjenda í dag. Undanfarnir tveir dagar hafa verið nýttir til að fara yfir veigaminni mál til að koma skrið á viðræðurnar. Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður samninganefndar framhaldsskólakennara, segir fjölmörg stór mál enn óljós og óskaði í dag eftir nýju launahækkunartilboði frá samninganefnd ríkisins. „Það bar mikið á milli um síðustu helgi og nú þurfum við að heyra svörin. Þá getum við metið stöðuna og séð hvort við séum að færast nær því að ná samkomulagi. Ég vona að svörin verði þannig að við séum nær því að ná kjarasamningnum,“ segir Aðalheiður.Rektor stöðvaði ólöglega kennslu Um tíu nemendur komu saman í kennslustofu skólans í dag og fengu þar kennslu í ritlist frá fyrrum nemanda skólans. Kennslustundin hafði aðeins staðið í um 30 mínútur þegar ábending barst um verkfallsbrot og stöðvaði rektor skólans kennslustundina. Námfúsir MR-ingar eru ósáttir. „Ég tel þetta ekki vera verkfallsbrot,“ segir Kjartan Magnússon, nemandi í fimmta bekk MR. „Kennarar verða að spyrja sig á hverjum verkfallið bitnar. Það bitnar á okkur nemendum og engum öðrum. Ríkið sparar sér peninga á þessu og það er mín tilfinning að samfélagið beri litla sem enga samúð með kennurum.“ Nánar í myndbandinu hér að ofan.
Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira