Stjórnarþingmenn saka Stundina okkar um pólitískan áróður Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. janúar 2016 10:29 Karl Garðarsson og Elín Hirst virðast ekki hafa verið hrifin af Stundarskaupinu sem sýnt var á RÚV á gamlársdag. vísir Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, og Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segja pólitískan áróður hafa verið borinn á borð fyrir börn í Stundarskaupinu á gamlársdag en um er að ræða áramótaþátt Stundarinnar okkar. Þingmennirnir rita aðsenda grein í Fréttablaðinu í dag undir yfirskriftinni „Friðhelgin rofin.“ Í greininni segja þingmennirnir að í Stundarskaupinu hafi verið innslög sem hafi litast mjög af pólitískum áróðri, „en áttu á sama tíma lítið sem ekkert skylt við barnaefni.“ Elín og Karl taka dæmi af innslögum sem þau telja að hafi verið til þess fallin að koma þeim skilaboðum til barna að ríkjandi valdhöfum væri „ekki treystandi og að þeir vildu eyðileggja grunnstoðir samfélagsins.“ „Í barnaþættinum mátti sjá forsætisráðherra og fjármálaráðherra þeysast um á gjöreyðingarskipinu „einkavæðarinn“ og tortíma bæði Landspítalanum og Ríkisútvarpinu, á milli þess sem þeir gerðu lítið úr heilbrigðisstarfsmönnum. Á öðrum stað í þættinum mátti heyra hvað Eyþór Arnalds hefði verið „leiðinlegur“ á árinu, en þannig vildi til að hann sat í nefnd sem skilaði af sér svartri skýrslu um fjárhag Ríkis¬útvarpsins í fyrra. [...] Pólitískur áróður af hálfu Ríkisútvarpsins sem beinist að börnum er með öllu óásættanlegur, óháð því hvaða stjórnmálamenn eða flokkar eru þar gerðir að bitbeini,“ segja þingmennirnir í grein sinni. Að mati Elínar og Karls hefur RÚV „með þessu áróðursbragði“ rofið það sem þau kalla „friðhelgi um pólitískt afskiptaleysi sitt gagnvart börnum, og brást um leið lagalegum og siðferðislegum skyldum sínum.“ Þess vegna kalla þingmennirnir eftir því að stjórnendur og starfsmenn RÚV svari því hvort að þeirra mati sé ásættanlegt „að pólitískum áróðri sé komið fyrir í barnaþáttum þess.“ Leikarinn Guðjón Davíð Karlsson er umsjónarmaður Stundarinnar okkar og skrifaði hann handritið að Stundarskaupinu ásamt þeim Braga Þór Hinrikssyni, sem var leikstjóri þáttarins, og Sverri Þór Sverrissyni, sem er betur þekktur sem Sveppi. Þáttinn má sjá hér. Tengdar fréttir Friðhelgin rofin Börnin læra það sem fyrir þeim er haft. Fram til þessa hefur ríkt samstaða um það að stjórnmálasamtök stundi ekki pólitískan áróður gegn börnum í gegnum stofnanir ríkisins. 13. janúar 2016 07:00 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Sjá meira
Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, og Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segja pólitískan áróður hafa verið borinn á borð fyrir börn í Stundarskaupinu á gamlársdag en um er að ræða áramótaþátt Stundarinnar okkar. Þingmennirnir rita aðsenda grein í Fréttablaðinu í dag undir yfirskriftinni „Friðhelgin rofin.“ Í greininni segja þingmennirnir að í Stundarskaupinu hafi verið innslög sem hafi litast mjög af pólitískum áróðri, „en áttu á sama tíma lítið sem ekkert skylt við barnaefni.“ Elín og Karl taka dæmi af innslögum sem þau telja að hafi verið til þess fallin að koma þeim skilaboðum til barna að ríkjandi valdhöfum væri „ekki treystandi og að þeir vildu eyðileggja grunnstoðir samfélagsins.“ „Í barnaþættinum mátti sjá forsætisráðherra og fjármálaráðherra þeysast um á gjöreyðingarskipinu „einkavæðarinn“ og tortíma bæði Landspítalanum og Ríkisútvarpinu, á milli þess sem þeir gerðu lítið úr heilbrigðisstarfsmönnum. Á öðrum stað í þættinum mátti heyra hvað Eyþór Arnalds hefði verið „leiðinlegur“ á árinu, en þannig vildi til að hann sat í nefnd sem skilaði af sér svartri skýrslu um fjárhag Ríkis¬útvarpsins í fyrra. [...] Pólitískur áróður af hálfu Ríkisútvarpsins sem beinist að börnum er með öllu óásættanlegur, óháð því hvaða stjórnmálamenn eða flokkar eru þar gerðir að bitbeini,“ segja þingmennirnir í grein sinni. Að mati Elínar og Karls hefur RÚV „með þessu áróðursbragði“ rofið það sem þau kalla „friðhelgi um pólitískt afskiptaleysi sitt gagnvart börnum, og brást um leið lagalegum og siðferðislegum skyldum sínum.“ Þess vegna kalla þingmennirnir eftir því að stjórnendur og starfsmenn RÚV svari því hvort að þeirra mati sé ásættanlegt „að pólitískum áróðri sé komið fyrir í barnaþáttum þess.“ Leikarinn Guðjón Davíð Karlsson er umsjónarmaður Stundarinnar okkar og skrifaði hann handritið að Stundarskaupinu ásamt þeim Braga Þór Hinrikssyni, sem var leikstjóri þáttarins, og Sverri Þór Sverrissyni, sem er betur þekktur sem Sveppi. Þáttinn má sjá hér.
Tengdar fréttir Friðhelgin rofin Börnin læra það sem fyrir þeim er haft. Fram til þessa hefur ríkt samstaða um það að stjórnmálasamtök stundi ekki pólitískan áróður gegn börnum í gegnum stofnanir ríkisins. 13. janúar 2016 07:00 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Sjá meira
Friðhelgin rofin Börnin læra það sem fyrir þeim er haft. Fram til þessa hefur ríkt samstaða um það að stjórnmálasamtök stundi ekki pólitískan áróður gegn börnum í gegnum stofnanir ríkisins. 13. janúar 2016 07:00