Stjórnarţingmenn saka Stundina okkar um pólitískan áróđur

 
Innlent
10:29 13. JANÚAR 2016
Karl Garđarsson og Elín Hirst virđast ekki hafa veriđ hrifin af Stundarskaupinu sem sýnt var á RÚV á gamlársdag.
Karl Garđarsson og Elín Hirst virđast ekki hafa veriđ hrifin af Stundarskaupinu sem sýnt var á RÚV á gamlársdag. VÍSIR

Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, og Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segja pólitískan áróður hafa verið borinn á borð fyrir börn í Stundarskaupinu á gamlársdag en um er að ræða áramótaþátt Stundarinnar okkar. Þingmennirnir rita aðsenda grein í Fréttablaðinu í dag undir yfirskriftinni „Friðhelgin rofin.“

Í greininni segja þingmennirnir að í Stundarskaupinu hafi verið innslög sem hafi litast mjög af pólitískum áróðri, „en áttu á sama tíma lítið sem ekkert skylt við barnaefni.“ Elín og Karl taka dæmi af innslögum sem þau telja að hafi verið til þess fallin að koma þeim skilaboðum til barna að ríkjandi valdhöfum væri „ekki treystandi og að þeir vildu eyðileggja grunnstoðir samfélagsins.“

„Í barnaþættinum mátti sjá forsætisráðherra og fjármálaráðherra þeysast um á gjöreyðingarskipinu „einkavæðarinn“ og tortíma bæði Landspítalanum og Ríkisútvarpinu, á milli þess sem þeir gerðu lítið úr heilbrigðisstarfsmönnum. Á öðrum stað í þættinum mátti heyra hvað Eyþór Arnalds hefði verið „leiðinlegur“ á árinu, en þannig vildi til að hann sat í nefnd sem skilaði af sér svartri skýrslu um fjárhag Ríkis¬útvarpsins í fyrra. [...] Pólitískur áróður af hálfu Ríkisútvarpsins sem beinist að börnum er með öllu óásættanlegur, óháð því hvaða stjórnmálamenn eða flokkar eru þar gerðir að bitbeini,“ segja þingmennirnir í grein sinni.

Að mati Elínar og Karls hefur RÚV „með þessu áróðursbragði“ rofið það sem þau kalla „friðhelgi um pólitískt afskiptaleysi sitt gagnvart börnum, og brást um leið lagalegum og siðferðislegum skyldum sínum.“

Þess vegna kalla þingmennirnir eftir því að stjórnendur og starfsmenn RÚV svari því hvort að þeirra mati sé ásættanlegt „að pólitískum áróðri sé komið fyrir í barnaþáttum þess.“

Leikarinn Guðjón Davíð Karlsson er umsjónarmaður Stundarinnar okkar og skrifaði hann handritið að Stundarskaupinu ásamt þeim Braga Þór Hinrikssyni, sem var leikstjóri þáttarins, og Sverri Þór Sverrissyni, sem er betur þekktur sem Sveppi. Þáttinn má sjá hér.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Stjórnarţingmenn saka Stundina okkar um pólitískan áróđur
Fara efst