Enski boltinn

Stjórnarformaðurinn tekur gagnrýninni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leikmenn Blackpool sparka tennisboltanum út af vellinum.
Leikmenn Blackpool sparka tennisboltanum út af vellinum. Vísir/Getty
Karl Oyston, stjórnarformaður Blackpool, segir gagnrýni stuðningsmanna félagsins réttmæta.

Stöðva þurfti leik liðsins gegn Burnley í dag þar sem stuðningsmenn þess köstuðu tennisboltum og mandarínum inn á völlinn.

Blackpool, sem féll úr ensku úrvalsdeildinni árið 2011, er í 20. sæti ensku B-deildarinnar og er aðeins þremur stigum frá öruggu sæti. „Ég er höfuð fyrirtækisins og það er við mig að sakast,“ sagði Oyston í viðtali við fjölmiðla eftir leikinn í dag.

Oyston er ekki vinsæll meðal stuðningsmanna liðsins þar sem þeim þykir lítið hafa verið fjárfest í því undanfarin ár. „Við höfum tekið okkar áhættur og sumir segja að við höfum tekið slæmar ákvarðanir. Að sumu leyti verð ég að vera sammála því,“ viðurkenndi Oyston.

„Við höfum gert það sem við gátum. Það eina sem við getum nú er að reyna að fá það besta úr leikmannahópi liðsins.“

Blackpool byrjaði vel undir stjórn Paul Ince fyrir áramót en lék svo sautján leiki í röð án sigurs. Ince var rekinn í janúar og Barry Ferguson, leikmaður liðsins, tók tímabundið við.

Eftir að Ince var rekinn hefur Blackpool unnið tvo sigra í fimmtán leikjum - en tapað níu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×