Viðskipti erlent

Stjórnarformaður Barclays mun segja upp

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Marcus Agius stjórnarformaður Barclays ætlar að taka pokann sinn.
Marcus Agius stjórnarformaður Barclays ætlar að taka pokann sinn. mynd/ afp.
Marcus Agius stjórnarformaður Barclays mun segja upp störfum vegna vaxtahneykslisins. Bankinn er sakaður um að hafa með markaðsmisnoktun reynt að hafa áhrif á stýrivexti. Robert Peston, viðskiptaritstjóri breska ríkisútvarpsins BBC fullyrðir að Agius muni tilkynna afsögn sína á morgun. Barclays bankinn var sektaður um 290 milljónir sterlingspunda, um 57 milljarða, vegna hneykslisins. Royal Bank of Scotland hefur nú þegar rekið fjóra miðlara vegna þáttar þeirra í svindlinu.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×