Innlent

Stjórn IMF samþykkti lánabeiðni Íslendinga

Höfuðstöðvar IMF í Washington.
Höfuðstöðvar IMF í Washington.

Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins samþykkti fyrir stundu á fundi sínum beiðni Íslendinga um 2,1 milljarða Bandaríkjadollara lán.

Íslenskt efnhagslíf þarf á fimm milljörðum dollara að halda að mati ríkisstjórnarinnar. Sú upphæð jafngildir um 700 milljörðum króna miðað við Seðlabankagengi.

Finnska dagblaðið Kauppalethi fullyrti í dag að Finnar, Svíar, Danir og Norðmenn muni lána Íslendingum 350 milljarða króna. Þá muni Rússar lána Íslendingum 500 milljónir dollara sem jafngildir um 70 milljörðum íslenskra króna.

Fram hefur komið að Pólverjar hyggjast leggja til um 28 milljarða króna og þá hafa Færeyingar þegar lánað Íslendingum um sex milljarða króna.

Fullyrðingar finnska dagblaðsins fengust ekki staðfestar hjá forsætisráðuneytinu í dag.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×