Fótbolti

Stjóri Alfreðs fékk sparkið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Schuster stoppaði stutt við hjá Augsburg.
Schuster stoppaði stutt við hjá Augsburg. vísir/getty
Augsburg hefur sagt knattspyrnustjóranum Dirk Schuster upp störfum. Manuel Baum, aðalþjálfari unglingaliðs félagsins, hefur tekið við aðalliðinu til bráðabirgða.

Augsburg hefur gengið illa að undanförnu og ekki unnið leik síðan 5. nóvember. Liðið er í 13. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar með 14 stig, fjórum stigum frá fallsæti.

Schuster tók við Augsburg í sumar eftir að Markus Winzierl fór til Schalke 04.

Schuster stýrði Augsburg í 16 leikjum; fjórir þeirra unnust, sjö töpuðust og fimm enduðu með jafntefli. Markatalan var 14-19.

Alfreð Finnbogason leikur með Augsburg og hefur gert frá því í ársbyrjun. Íslenski landsliðsframherjinn er sem stendur meiddur og hefur ekkert spilað frá því í byrjun október.

Næsti leikur Augsburg, og sá síðasti fyrir vetrarfrí, er gegn Borussia Mönchengladbach á laugardaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×