Sport

Stjarnan stöðvaði níu ára sigurgöngu Gerplu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Stjörnukonur fagna.
Stjörnukonur fagna. Mynd/Facebook-síða Fimleikasambandsins
Stjarnan vann í kvöld sögulegan sigur á Íslandsmótinu í hópfimleikum er liðið náði að stöðva níu ára sigurgöngu Gerplu í kvennaflokki.

Stjörnukonur urðu meistarar eftir harða baráttu við Gerplu en munurinn á liðunum fyrir lokaumferðina var einungis 0,383 stig. Stjarnan hélt vel í lokagreininni, æfingum á dýnu, og vann sigur.

B-lið Stjörnunnar og Gerplu kepptu um þriðja sætið og þar höfðu Garðbæingar einnig betur.

Gerpla var eina liðið sem sendi lið til keppni í karlaflokki en í blönduðum flokki náðu Selfyssingar að tryggja sér sinn fyrsta titil í fjölþraut. Stjarnan varð önnur og Ármann þriðji.

Kvennaflokkur:

1. Stjarnan 56,116 stig

2. Gerpla 54,683

3. Stjarnan B 49,650

4. Gerpla B 46,833

5. Selfoss 43,833

6. Gerpla C 40,900

Blönduð lið:

1. Selfoss 52,683

2. Stjarnan 48,233

3. Ármann 42,166

Karlalið:

1. Gerpla 52,100

vísir/fimleikasamband íslands



Fleiri fréttir

Sjá meira


×