Íslenski boltinn

Stjarnan Íslandsmeistari í fjórða sinn | Myndaveisla

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Stjörnukonur fögnuðu af innlifun í leikslok.
Stjörnukonur fögnuðu af innlifun í leikslok. vísir/eyþór
Stjarnan tryggði sér í dag fjórða Íslandsmeistaratitilinn á síðustu sex árum.

Garðbæingar unnu þá öruggan 4-0 sigur á FH á Samsung-vellinum. Katrín Ásbjörnsdóttir skoraði tvö mörk og þær Lára Kristín Pedersen og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir sitt markið hvor.

Breiðablik vann titilinn í fyrra en Stjarnan reyndist sterkari í ár þrátt fyrir að talsverðar breytingar hefðu orðið á liðinu í vetur.

Stjarnan vann alls 14 af 18 deildarleikjum sínum í sumar og endaði með 44 stig, fimm stigum meira en Breiðablik.

Eyþór Árnason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Samsung-vellinum í dag og tók þessar skemmtilegu myndir sem fylgja fréttinni.


Tengdar fréttir

Harpa: Er að upplifa allan tilfinningaskalann

"Ég er fegin, þakklát og allt þarna á tilfinningaskalanum,“ segir Harpa Þorsteinsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, eftir að liðið hafði tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í Pepsi-deild kvenna árið 2016. Liðið vann FH 4-0 á Samsung-vellinum í Garðabæ í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×